Færsluflokkur: Bloggar
2.1.2008 | 22:28
Romm er ekki bara Romm
Ég sé mig knúinn til að setja inn færslu um romm. Þar sem ég er mikill áhugamaður um romm þá vil ég leiðrétta misskilning sem er greinilega í gangi. Captain Morgan er ekki alvöru romm, það er massabrugg og á ekkert skilið við alvöru romm.
Ég vil mæla með tveimur tegundum sem fást erlendis þar sem rommið í ÁTVR er allt frekar slappt og ódýrt. Reyndar er Havana Club 7 ára mellufært en ekki meira en það. Captain Morgan er með fleiri tegundir en ég er á því að þær séu allar frekar slakar.
Mount Gay Rum Barbados er mjög ljúft romm sem fæst á Heathrow (11 pund flaskan). Það er milli-dökkt og rennur fáránlega ljúft niður. Ekkert spírabragð eins og af Captain Morgan.
Þá kynnti Hilmar félagi minn Þórlindsson mér fyrir Metusalem-romm sem hann drakk er hann var í atvinnumennsku á Spáni. Metusalem er sælgæti romm-áhugamannsins. Við félagarnir fengum okkur nokkra varíanta á Gaucho Grill í London og allt bragðaðist það eins og biti af himnaríki.
Metusalem kemur frá Kúbu og er eins og staðan er í dag það besta sem ég hef bragðað.
Skotheld uppskrift er Cuba Libre. - Metusalem (helst kælt), Kók úr gleri (ís-kalt), Lime-sneið og fjórir meðalstórir klakar. Drekkist áður en klakarnir fara að bráðna.
Við Hilmar og félagarnir af Sportinu.is erum að fara í ferð til UK bráðum og þá verða kynnin af Metusalem gamla endurnýjuð.
SKÁL!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2008 | 22:15
Liverpool verður ekki Englandsmeistari í ár
Liverpool var að gera 1-1 jafntefli við Wigan. Sé ekki að þeir séu að fara að blanda sér af alvöru í toppbaráttuna. Reyndar tapaði mitt lið, Man.Utd, einnig á dögunum en þeir máttu betur við því en Liverpool. Það eru 12 stig í Arsenal núna og Benitez getur farið að einbeita sér að Meistaradeildinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2008 | 22:10
Ég kýs Ólaf Ragnar - en hvar er Ástþór?
Ég ætla að kjósa Ólaf Ragna til áframhaldandi starfs sem forseta. Hann hefur staðið sig með sóma. Reyndar efa ég að ég muni þurfa að kjósa hann þar sem enginn heilvita maður fer á móti honum. Nema Ástþór sé enn á lífi.
Hvað er eiginlega að frétta af Ástþóri?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2008 | 11:37
Grillhús dagsins (skamm skamm) - KAFFI PARÍS!
Ég ætla að taka upp nýjan dagskrárlið hérna á blogginu sem kallast "Grillhús dagsins". Ég þarf aðeins að útskýra grillhúsið en það er ekki um að ræða dóma á matsölustaði sem slíka. Góður vinur minn, ÞÖK ljósmyndari, hefur þann hátt á ef hann er ósáttur við einhvern stað, sjoppur eða annað, að koma þangað aldrei aftur. Þá er sama hvort staðurinn hefur lofað bót og betrun eða nýir eigendur hafa tekið við honum.
Þetta kallar ÞÖK að grilhúsa staðinn en fyrsta ósættið var einmitt í kringum Grillhúsið í miðbænum. Eftir þann tíma hefur ÞÖK grillhúsað marga staði og mér fannst viðeigandi að kalla kvarthornið "Grillhús dagsins" og vona að ÞÖK sé sama.
Grillhús dagsins:
En "Grillhús dagsins" er verðlagið á Kaffi París. Þetta kaffihús er mjög vinsælt og í skjóli vinsælda hafa verðin hjá þeim hækkað svo um glæp á heiðskýrum degi má kalla. Ein lítil kökusneið (já lítil) kostar 700 krónur og Kaffi Latte er komið í 350 krónur. Semsagt ein lítil kökusneið og Latte með kostar yfir þúsund krónur! Þetta finnst mér fáránlegt í ljósi VSK lækkunar og almennrar umræðu um verðlag.
Það sem gerir þetta verra er að fyrir nokkru síðan þá voru kökusneiðarnar stærri en eigendur staðarins minnkuðu sneiðina til að græða meira.
Grillhúsum Kaffi París!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2008 | 02:07
Þyngdist um 14 kíló á viku!
Í vikunni er stefnan tekin á líkamsræktina. Þarf að skafa aðeins af mér og jólin hafa ekki hjálpað með þvottabrettið. Ég er í einkaþjálfun hjá Gunna síhressa hjá Þjálfun.is en gaurinn er snillingur. Hann tók nýlega þátt í vaxtaræktarkeppni og át ekkert nema kjúkling í margar vikur. Var orðinn svo til fitulaus með öllu og játaði það fyrir mér að það var farið að hafa áhrif á hressleikann.
En hann tók þátt í keppninni, náði ágætis árangri og fór aftur að éta stíft eins og fegurðardrottningar gera gjarnan eftir fegurðarsamkeppnir. Hann fékk sér það helsta, pizzur, hamborgara og kokteilsósu. Gunni kallinn þyngdist um 14 kíló fyrstu vikuna takk fyrir. Líður núna mun betur en þegar hann var eins og beinagrind.
Ég hefði ekkert á móti því að skafa af mér 14 kíló og Gunni hjálpar mér með það á næstunni. Hann er fínn þjálfari og sagði mér strax að fara ekki offari í mataræðinu. éta bara hollt og æfa. Líst vel á það!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2008 | 01:53
2.25% ríkari um hver mánaðarmót - Styttist í Range Roverinn!
Var að sjá á vef samtökum bankamanna (sem ég tilheyri nú) að ég verð 2.25% ríkari um hver mánaðarmót. Með þessu áframhaldi hef ég efni á svörtum Range Rover Supercharged eftir ca 25 ár. Það passar alveg en þá næ ég að borga upp húsnæðislánið.
Alltaf að græða!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2008 | 01:48
Ég er stoltur Makki!
Ég er harður Mac-notandi en mér var snúið af ágætum vini mínum í Landsbankanum eftir að hafa ekki séð neitt nema XP í fjölda ára. Ætla ekki að halda lofræðu um Mac hérna en hvet fólk að kynna sér kosti Mac yfir PC sem skipta tugþúsundum.
Ég ætla samt að henda inn reglulega skemmtilegum hlekkjum sem tengjast Makka og byrja núna.
Þeir sem nota grafísk forrit og erum með Indesign, Illustrator eða önnur sambærileg forrit geta skoðað preview af skrám með Quick look (PC-notendur Gúgglið það bara). Þetta forrit býður uppá að sjá viðkomandi skjal sem preview.
Mæli með þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2008 | 01:39
Gengisfall Kaupþings eftir Cleese-klúðrið!
Ég á smá skerf af hlutabréfum í Kaupþingi. Byrjaði sem skattaafsláttur, gleymdist í mörg ár en var svo allt í einu orðið að ágætum pening. Ég klikkaði á að selja þegar gengið fór í hæstu hæðir og hef beðið eftir að selja til að setja peninginn í betri sparnað.
Nú er allt á fallandi fæti og ég á von á falli á Kaupþingsbréfunum mínum eftir að Randver og Cleese sýndu versta samleik í manna minnum. Ég ætti kannski að selja og leyfa Kaupþingi að fá peninginn til að búa til nýja auglýsingu. Væri vel þess virði.
Var ánægður með Baug Group sem sagðist ekkert ætla að framleiða og birta heldur nota aurinn í góðgerðarmál. Gott hjá þeim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2008 | 01:25
Eignaðist blogg-vin - Óvænt útspil!
Vildi þakka nýjasti og eina blogg-vini mínum fyrir að óska efrtir að vera blogg-vinur minn. Sigge vinkona mín er frábær í alla staði og komst á jólakortalistann með stæl með þessu óvænta útspili sinu.
Hvet alla sem vilja vera blogg-vini mína að óska eftir því (eða hvernig sem það er gert). Mér líður eins og ég hafi eignast nýjan vin.
Sigge, þú átt inni stóran bjór og tvö skot! (Lofa ekki að allir fái sömu fríðindi).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2008 | 01:18
Gleðilegt nýtt ár
Ég gleymdi án efa að senda einhverjum sem á það skilið jólakort. Læt því nægja að birta mynd af blessuðum börnunum hérna. Líklega fallegustu börn í heimi.
Myndin var tekinn af vini mínum Erling sem rekur skemmtilegustu ljósmyndastofuna í bænum. Reyndar er myndin að nálgast ár í aldri. Set inn nýtt seinna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)