Færsluflokkur: Bloggar
2.1.2008 | 01:13
Skaup, raup og Kaup-þings-flopp
Ég má til með að tjá mig eilítið um tvo stóra liði sem gerðust á gamlárskvöld. Það eru Skaupið og Kaupþings-auglýsingin.
Best að koma Skaupinu frá. Í besta falli slakt. Átti von á miklu meiru frá þessum her leikara og góðum leikstjóra. Var ekki að fatta þetta stuttmynda-þema. Björn Ingi var reyndar sterkur en annað náði ekki neinum hæðum.
Var búinn að bíða spenntur eftir Randveri og kónginum Cleese í nýrri Kaupþings-auglýsingu. Ég verð að játa að Cleese féll um sæti í virðingarlistanum mínum. Hann hlýtur að fá slatta borgað fyrir þetta, hlær alla leið í KB bankann.
Ég er mikill aðdáandi Cleese, minni aðdáandi Randvers. Allavega grét ég ekkert yfir því að hann hætti í Spaugstofunni. En Cleese á að vita betur.
Þar að auki er þessi "kartafla í hálsinum" brandari eldgamall Monty Python skissa. Ekkert frumlegt þar.
Best að koma Skaupinu frá. Í besta falli slakt. Átti von á miklu meiru frá þessum her leikara og góðum leikstjóra. Var ekki að fatta þetta stuttmynda-þema. Björn Ingi var reyndar sterkur en annað náði ekki neinum hæðum.
Var búinn að bíða spenntur eftir Randveri og kónginum Cleese í nýrri Kaupþings-auglýsingu. Ég verð að játa að Cleese féll um sæti í virðingarlistanum mínum. Hann hlýtur að fá slatta borgað fyrir þetta, hlær alla leið í KB bankann.
Ég er mikill aðdáandi Cleese, minni aðdáandi Randvers. Allavega grét ég ekkert yfir því að hann hætti í Spaugstofunni. En Cleese á að vita betur.
Þar að auki er þessi "kartafla í hálsinum" brandari eldgamall Monty Python skissa. Ekkert frumlegt þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 10:48
Að vaða í villu...
Það fer jafnan í taugarnar á mér þegar menn kasta fram staðreyndarvillum í viðtölum og reyna svo að sannfæra aðra að það sem þeir segi sé rétt. Þetta gerðist í gær þegar Ögmundur Jónasson mætti í Kastljósið og ræddi um okurvexti banka við Sigurjón Þ. Árnason bankastjóra Landsbankans.
Ég hef lengi haft mætur á Ögmundi sem stjórnmálamanni en það tók steininn úr í gær er hann fór að tala um neikvæðar hliðar þess að bankarnir græddu peninga. Gott og vel, hver má hafa sína skoðun á velgengni annarra. Hins vegar fór Ögmundur í algjöra fjallaferð þegar hann fór að fullyrða um að lántökugjöld væru 5 % og uppgreiðslugjöld 5 %. Hann tók dæmi um 100 milljón króna lán og hvað menn þyrftu að borga til að fá þau.
Án þess að þekkja þessa hluti í þaula þá held ég að ég geti fullyrt að það er ekkert til í því að bankarnir séu að rukka inn það sem Ögmundur vildi meina í gær. Sigurjón bankastjóri þekkir þetta án efa betur en margur en Ögmundur vildi ekki taka orð Sigurjóns trúanleg og þrætti fyrir.
Góðir stjórnmálamenn verða að hlusta eins og þeir tala. Ef þeir fara með rangt mál þá er betra að leiðrétta mál sitt en að vaða í villu og svima og gera málflutning sinn klaufalegan.
Ögmundur fær ekki atkvæði mitt.
Ég hef lengi haft mætur á Ögmundi sem stjórnmálamanni en það tók steininn úr í gær er hann fór að tala um neikvæðar hliðar þess að bankarnir græddu peninga. Gott og vel, hver má hafa sína skoðun á velgengni annarra. Hins vegar fór Ögmundur í algjöra fjallaferð þegar hann fór að fullyrða um að lántökugjöld væru 5 % og uppgreiðslugjöld 5 %. Hann tók dæmi um 100 milljón króna lán og hvað menn þyrftu að borga til að fá þau.
Án þess að þekkja þessa hluti í þaula þá held ég að ég geti fullyrt að það er ekkert til í því að bankarnir séu að rukka inn það sem Ögmundur vildi meina í gær. Sigurjón bankastjóri þekkir þetta án efa betur en margur en Ögmundur vildi ekki taka orð Sigurjóns trúanleg og þrætti fyrir.
Góðir stjórnmálamenn verða að hlusta eins og þeir tala. Ef þeir fara með rangt mál þá er betra að leiðrétta mál sitt en að vaða í villu og svima og gera málflutning sinn klaufalegan.
Ögmundur fær ekki atkvæði mitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2007 | 10:10
Ég er mættur!
Jæja... það kom að því að ég fékk mér bloggsíðu. Það hefur oft hvarflað að mér að fá mér eina slíka en ég hef aldrei látið verða að því. Yfirleitt kemur upp sú þörf er maður verður vitni að einhverju sem er svo hrópandi ósanngjarnt að maður bara verður að létta á sér til að brjálast ekki í sálinni.
Einhverra hluta vegna virðist það verða æ algengara að maður þurfi að fá útrás fyrir slíka hluti enda virðist heimurinn verða á verri staður til að búa í. Það er varla að maður opni dagblað eða vefinn að maður les fréttir um hræðileg mál, misnotkun, barsmíðar, nauðganir... morð.
Ég skil engan veginn hvernig það kemur til að heimurinn hafi breyst svo mikið á stuttum tíma. Kannski var þetta allt til en ekki eins mikið í fjölmiðlum og þá umræðunni.
Hitt er svo annað mál að maður er manns gaman að stundum er gaman að lesa hvað fólk er almennt að velta fyrir sér. Á stundum lærir maður nýja hluti, heyrir jafnvel heitar fréttir eða les gremju þeirra sem finna sig knúna að tjá sig um málefni líðandi stundar. Ég ætla að verða einn af þeim.
Einhverra hluta vegna virðist það verða æ algengara að maður þurfi að fá útrás fyrir slíka hluti enda virðist heimurinn verða á verri staður til að búa í. Það er varla að maður opni dagblað eða vefinn að maður les fréttir um hræðileg mál, misnotkun, barsmíðar, nauðganir... morð.
Ég skil engan veginn hvernig það kemur til að heimurinn hafi breyst svo mikið á stuttum tíma. Kannski var þetta allt til en ekki eins mikið í fjölmiðlum og þá umræðunni.
Hitt er svo annað mál að maður er manns gaman að stundum er gaman að lesa hvað fólk er almennt að velta fyrir sér. Á stundum lærir maður nýja hluti, heyrir jafnvel heitar fréttir eða les gremju þeirra sem finna sig knúna að tjá sig um málefni líðandi stundar. Ég ætla að verða einn af þeim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)