4.5.2008 | 23:36
Boltafiðringur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2008 | 23:00
Ósmekklegt hjá Visi.is...
Ég hef haft mikið álit á Visi.is að undanförnu. Hins vegar snérist álit mitt í algjörlega þegar Visir.is kom með mjög ósmekklega fyrirsögn á dögunum. Það á ekki að reyna að reka alvöru fjölmiðil en láta svo inn efni sem mjög viðkvæmt í eðli sínu og nota ósmekklegar fyrirsagnir. Líklega hefur blaðamaðurinn hlegið að eigin fyndni en almenningur finnst atburðirnir í Austurríki hörmulegir.
Ég mæli með að ritstjóri Visis.is taki fyrir allt svona enda ekki til þess falli að Visir.is haldi trúverðugleika sínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2008 | 22:42
MU alla leið til Moskvu...
Er að spá í að kanna stöðuna á flugi til Moskvu til að vera þar þann 21. maí. Þar munu mætast tvö ensk lið í úrslitleik sem verður án efa frábær. Alla vega er ég mjög sáttur við leik minna manna í kvöld og þeir áttu skilið að fara alla leið. Páll Skúlason getur loksins leikið til úrslita en hann tók út bann í Barcelona árið 1999.
Áfram Man.Utd!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2008 | 21:55
Fór Ferguson illa að ráði sínu?
Ég verð að játa að ég er ekki sammála aðferðafræðinni sem Alex Ferguson beitti í leiknum gegn Chelsea. Hann hvíldi lykilmenn og setti inná menn sem hafa ekki spilað lengi vegna meiðsla. Í leik sem þessum á hann að leika fram sínu sterkasta liði, sama þó að liðið leiki í Meistaradeildinni í vikunni.
Hann féll á prófinu. Nú verður Man.Utd að vinna rest nema Chelsea klikki á liðinni og það er ekki að sjá að þeir geri það. Ég mun samt líklega þurfa að éta þetta allt ofan í mig aftur þegar Man.Utd verður Englandsmeistari og fá svo Meistaradeildardolluna í kaupbæti... Vonandi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 23:55
Liverpool féll á prófinu...
Ég á eftir að heyra á morgun frá Liverpool-stuðningsmönnum að Liverpool fari gjarnan ekki auðvelda leiðina að hlutunum. Það verður þó að segjast að þeir einfaldlega féllu á prófinu í kvöld.
Þeir voru hættir þrátt fyrir að dómarinn væri ekki búinn að flauta leikinn af. Það kann aldrei góðri lukku að stýra.
Þá mæli ég með að Norðmaðurinn Riise fari að æfa sig að skjóta líka með hægri fæti. Ef hann gæti það hefði þetta mark aldrei litið dagsins ljós.
Held að Chelsea komist áfram í ár. Þó þeir eigi það ekki skilið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2008 | 23:43
Hin skorpuvinnandi íslenska þjóð...
Í vinnunni hjá mér þá er ekki tekinn skortstaða heldur skorpstaða. Íslendingar eru líklega heimsmeistarar í skorpuvinnu. Þ.e. að notast frekar við 100 metra hlaup í stað þess að taka maraþon á verkið.
Ég vinn mikið í málum tengdum Landsbankadeildinni sem byrjar þann 10. maí. Við erum nú í okkar árlegu skorpuvinnu en allt verður tilbúið um viku fyrir mótið. Auðvitað er búið að vinna mikið í haginn en það er alltaf þannig með okkur Íslendinga að við erum kraftmest á lokaprettinum.
Ísland, hin skorpuvinnandi þjóð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2008 | 23:40
Netlaus maður...
Potturinn var mikið notaður og gengið sér til heilsubótar.
Maður á að skella sér oftar í bústað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 23:24
KR vann FH !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2008 | 23:19
Skortstaða...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 23:17
Gott grill í Keflavík...
Skellti mér í gott grill í Kefalvík á föstudaginn. Hann Hilli Þórlinds bauð uppá rif að hætti hússins, kjúklingabringur og stökka vængi. Alveg frábær matur og ekki var verri kræsingur sem frúin hans Hilla bauð með. Róbert fréttastjóri kom með kaldann og við teiguðum einn eða tvo. Síðan skelltum við okkur á Keflavík - ÍR og sáum Keflvíkinga skeina ÍR-ingum.
Frábært kvöld í Keflavík... á maður kannski að flytja?
Varla...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)