26.5.2008 | 23:50
SOS hættur með hurðaskellum...
DV segir frá því á vefsvæði sínu í dag að SOS eða Sigmundur Ólafur Steinarsson hafi verið sagt upp og hann hafi yfirgefið Hádegismóanna með hurðaskellum. Ég held að það séu margir sem óttast um að vinna vinnuna nú þegar Ólafur Þ. Stephensen er að taka við skútunni. SOS hefur verið á MBL lengur en elstu menn muna og því kom þetta að einhverju, en þó ekki öllu, leyti á óvart.
Nú er fimm milljóna spurningin "Hver tekur við sem yfirmaður íþróttadeildar á Morgunblaðinu?" - Það verður fróðlegt að sjá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.5.2008 | 23:44
Er hjá Símanum...
Vildi senda frá mér svohljóðandi yfirlýsingu:
"Vegna auglýsingarvefborða frá samskiptafyrirtækinu Nova sem er hér hægra megin á síðunni þá vil ég taka fram að ég er í viðskiptum hjá Símanum og líkar vel. Finnst lagið sem kemur þegar maður hringir í Nova farsíma mjög glatað og skelli yfirleitt á áður en einhver svarar vegna lélegs lagavals Nova.
Nova er samt án efa ágætt fyrirtæki.
Virðingarfyllst,
Hilmar Þór"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2008 | 23:40
Júróvísíon, smúróvísíon, rússavísíon...
Geri það að tillögu minni að hætta að taka þátt í Smúróvísion. Við eigum ekki nógu margar vinarþjáðir til að eiga séns. Rússar sópuðu frá fyrrum ríkjum Sovétríkjanna og unnu óverðskuldað með einhverju gimpi á minnsta skautasvelli heims. Glatað.
Danir komu aldrei þessu vant til bjargar og sáu til þess að við lentum ekki í 16. sæti. Verðum að þakka þeim það.
En það á að búa til sérkeppni sem heitir Baltikvísíon og svo Skandinavíuvísion og svo rest of Júróvísion. Þá mögulega verður þetta sanngjarnt.
Júróvísíon í núverandi formi hefur liðið undir lok!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2008 | 23:36
Vesturbæjarveldið samt við sig...
Jæja, KR tapaði þriðja leiknum í Landsbankadeildinni í kvöld. Það háir liðinu að geta ekki potað knettinum í markið. Vantar hreinræktaðan markaskorara. Við fengum aragrúa af færum en inn vildi knötturinn ekki.
Spái sigri í næsta leik. Þetta hlýtur að fara að detta inn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2008 | 17:09
Hann á afmæli í dag...
Jæja... Ég á afmæli í dag. Sjálfan Júróvísíón-daginn. Skelli mér í grill og öl til Eiríks og Hörpu og tek með gott romm úr miðjarðarhafinu (eða eyju þaðan).
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 01:22
Vefborði Landsbankadeildarinnar er snilld...
Ég var í hópnum sem var að vinna að vefborðanum fyrir Landsbankadeildina sem er á ansi mörgum stöðum núna. Hann er upplýsingaveita fyrir Landsbankadeildina en þar má líka skoða mörk, tölfræði og ýmislegt annað góðgæti.
Vinnan við borðann (sem kallast reyndar míkrósíða) var löng og ströng. Stundum var maður steiktur á öllum fundunum. En að sjá hann í "aksjón" gerir allar stundirnar vel þess virði.
Vil samt gefa "credit where credit is due" - Þórmundur liðsmaður Boston Celtics á íslandi og Egill Digital fóru mikinn á fundunum. Þórmundur breytti öllu sem hann mögulega gat og Egill stoppaði hann á réttum stöðum. En þetta var fyrst og síðast "team effort".
Ég held að við verðum að kaupa verðlaunaskáp fyrir öll verðlaunin sem hann mun sópa að sér. Ef ekki, þá mun ég skjóta einhvern :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 01:17
Hr. Þórlindsson faðir á ný...
Vil óska stórskyttunni og félaganum Hr. Hilmari Þórlindssyni til hamingju með aðra prinsessuna. Fékk hugnæmt fjölda SMS frá honum klukkan 3.43 um nótt sem sagði tíðindin.
Hilmar er góður drengur og líka frábær faðir.
Mig grunar samt að hann haldi áfram að skjóta þar til hann fái gaur í safnið. Allt er þegar þrennt er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2008 | 01:12
Áfram KR...
Mér er eiginlega alveg sama þótt KR vinni ekki alla leiki í ár. Ekkert óraunsæi í gangi. Mega taka tíma í að byggja upp lið. Fannst þeir reyndar slakir gegn Breiðablik, vantaði neistann.
Árið 1999 var neistinn til staðar. Þá vann Man.Utd líka deild og Evrópu. Skyldi KR taka það tvöfalt í ár eins og þá?
Áfram KR!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 01:10
Júróvisión á afmælisdaginn...
Ég á afmæli á laugardaginn, 24. maí. Það besta er að þá er líka Júróvisíon og Ísland komst aldrei þessu vant áfram í aðalkeppnina.
Okkur hjónunum er boðið í Júró-partý af Eiríki og Hörpu og það er góð stemmning í hópnum. Eina sem getur komið í veg fyrir góða kvöldstund með vinum er sú staðreynd að stelapn okkar, Auður, fór í hálskirtlatöku á þriðjudag og í kvöld blæddi aðeins úr hálsinum.
Það svo sem skiptir ekki máli hvort ég haldi uppá afmælið í góðra vina hópi eða í faðmi Auðar minnar.
Ég spái samt að við verðum ofarlega í ár í Júró-inu. Það er góð tilfinning í gangi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 01:07
Blögg-kvörtun...
Ég fékk kvörtun frá félaga mínum í kvöld um að ég væri ekki að blogga. Hann ætlaði að hætta að kíkja inn hjá mér vegna þessarar blogg-leti. Ég mun reyna að bæta ráð mitt.
Blogg blogg!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)