Pabbi, þú deyrð þegar þú verður 100 ára...

Dóttir mín talar ansi mikið um dauðann þessa daganna. Gullfiskurinn okkar dó fyrir einhverju síðan og þá var dauðinn útskýrður (á léttvægan hátt) fyrir þessu bráðskýra 4 ára barni. Hún kemur oft með gullkorn sem tengjast dauðanum. Það nýjasta er að ég, faðir hennar, muni deyja þegar ég verð 100 ára. Þá sé ég orðinn kall og þá muni það óhjákvæmilega gerast, að ég verði allur.

Ég tel það reyndar ágætt að ná 100 ára aldri. Með nútímatækni og vísindum verð ég samt líklega 115 ára.

En prinsessan tók það reyndar fram að fólk geti líka dáið 4 ára, 25 ára og 50 ára. Ég þarf að passa mig á 50 ára afmælinu.


Engin mótmæli í Keflavík...

Ólympíueldurinn var í Keflavík í nótt. Engin mótmæli voru en það er líklega þar sem enginn vissi um að hann væri þar. Ég taldi reyndar bannað að vera með eld í flugvélum en Ólympíueldurinn fær líklega undanþágu.

Ég myndi í það minnsta mótmæla að menn séu með eld að fljúga á milli landa. Það getur seint talist hættulaust.


Sagan hermir...

Að ástæðan fyrir brunasölu Baugs á fyrirtækjum sínum sé bág lausafjársstaða. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Sagana segir að vegna áhættufjárfestinga á Íslandi sé erfiðara fyrir Baug að fá lánsfé til fjármögnunar á fyrirtækjum sem Baugur hefur áhuga á að kaupa. 

Það hristir í Stoðum og sýnir ekki Styrk að Baugur sé í vandræðum.


Óslesið í DV...

Ég má til með að birta þetta. Hérna má segja að DV hafi klikkað á fleiri en einum stað í vinnsluferli sínu. Fréttin er sem sagt "ólesinn" og fór í gegn í prentun. Það besta er að blaðamaðurinn eða sá sem setti stoppmerkið þarna gat ekki einu sinni stafað þetta rétt. Frábært...

Ég var lengi á DV og Jónas Kristjánsson hefði líklega kallað til allsherjarfundar ef hann hefði séð þetta í sínu blaði. Ef svona mistök birtust í DV þegar Jónas stjórnaði þá "skruppu" menn að erindast útí bæ og komu ekki aftur næstu klukkutímana. 

Óslesið


Íslensk gleymska...

Allt ætlaði um koll að keyra þegar Ólafur F tók við borginni. Nú nokkrum vikum síðar man ekki neinn eftir því. Þetta er það merkilega við okkur Íslendinga, við kunnum ekki vera með eftirfylgni. Við grátum eins og lítið barn en svo er okkur réttur nýr rauður kubbur og við förum að hugsa um eitthvað annað.

Ég kannast við þetta. Nota þetta trikk á árs gamla soninn oft á dag.


Einkaflugvélar...

Eru Geir og Solla ekki fullsein að detta inní þotuliðspakkann. Ég hélt að kreppan væri búinn að sjá til þess að menn væru ekki að þessu lengur. Ekki beint góða skilaboð á samdráttartímum. Mín vegna mega þau aiga aukadag erlendis. Það er ekki eins og það gangi neitt sérstaklega vel að stjórna landinu.

Fyrir svona 6 mánuðum hefði enginn kippt sér upp við að þau væru að fljúga með einkaþotum. En nú eru breyttir tímar.


Til hamingju Haukar...

Skellti mér á Hauka - Val í kvöld í N1 deildinni. Haukar unnu sigur og eru svo til orðnir Íslandsmeistarar. Tólf stig í pottinum og þeir með átta stiga forystu. Sé ekki önnur lið skáka þeim við.

 Til hamingju Haukar!


Aðstoðarmenn alþingismanna?

Sé ansi margar fréttir að hinir og þessir hafi verið ráðnir aðstoðarmenn alþingismanna. Hvað er mállð með það? Þurfa þingmenn að hafa einhvern sérstakan aðstoðarmann. Í ljósi niðursveiflu og alls annars þurfum við virkilega að ráða aðstoðarmenn fyrir þingmenn. Þetta kalla ég bruðl.

Það kom mér mikið á óvart að hinn mæti lögmaður Atli Gíslason hafi ráðið sér aðstoðarmann eða öllu heldur aðstoðarkonu. Hélt að Atli væri ekki í þessari vitleysu.

Ég samþykki aðstoðarmann ráðherra en fyrr má nú fyrr vera að það þurfi að ráða tugi aðstoðarmanna þingmanna. Hvað kostar þetta eiginlega?


Stóra planið *** 1/2

Skellti mér á Stóra planið í kvöld. Fín ræma með flottum leikurum. Jóhann Pétur frábær að vanda (samt alveg sama týpa og í Astrópíu), Ingvar E á klárlega heima í Hollíwúdd, Hilmir Snær alltaf fínn og Eggert Þorleifsson magnaður. Siggi Sigurjóns og Laddi með skemmtilega innkomu.

Alltof mikið gert úr þeim 4 mínútum sem Soprano-leikarinn fékk. Hinir voru miklu betri en hann. Unnur Birna fékk eina línu en var aðallega sæt. Ingvar E fékk að slá hana á rassinn (hefur kannski slegið af launakröfum fyrir það). EInhver þýskur gaur (eða íslenskur sem talar þýskur) var frábær og Benni skalli mjög flottur.

En ræman flott og vel gerð. Skemmtileg blanda af static myndatöku og akjsón myndatöku. Kom mér samt á óvart að það voru fáir í bíó og þetta er frumsýningarkvöld. Reyndar hefur forsýningin verið klukkan 18:00 en við sáum allt þotuliðið (sem á ekki þotur) koma úr sal 1 þegar okkar mynd var að byrja í sal 2.

Mæli með henni. En ekki halda að þetta sé nein óskarsverðlaunamynd. Borga samt hiklaust 1200 kall til að sjá Jóhann Pétur ærslast.

Ein varúð - það voru ungir krakkar á sýningunni (- 10 ára) og það er ansi brutal atriði í byrjun sem er alls ekki fyrir hæfi barna. Passið það! (sé reyndar að hún er bönnuð innan 10 ára - það hefur klárlega klikkað í kvöld í dyravörslunni).


Fletcher úr leik, hvað gerum við þá?

Var að lesa mér til hryllings að Darren Fletcher, hinn öflugi miðjumaður Man.Utd, sé frá keppni í 6 vikur vegna meiðsla. Hrikalegar fréttir. Við verðum þá bara að nota RONALDO á meðan til að fylla skarð Skotans.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband