Færsluflokkur: Bloggar
13.1.2009 | 00:07
Ronaldo bestur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 00:07
Um Fálkaorður...
Las það einhverstaðar að Sigurður Einarsson frá Kaupþingi fékk Fálkaorðu árið 2007 (janúar) fyrir útrásina.
Skemmtilegt...
Ætli hann gangi með hana á sér?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2009 | 21:02
Liverpool að skíta á sig...
Við Man.Utd menn gleðjumst yfir óförum Liverpool. Jafntefli gegn Stoke, það annað í vetur. Þetta er ástæðan afhverju Liverpool verður ekki Englandsmeistari. En nú þarf Man.Utd að nýta sér ófarir rauða hersins.
Er samt ekki alveg að sjá nein stórsigur í spilunum gegn Chelsea. Alla vega ekki ef við leikum eins fáránlega illa eins og gegn Derby.
Held að leikurinn fari 0-0 eða 1-0 fyrir rauðu djöflanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2009 | 20:59
Þoli IKEA eins lítið og áður...
Þurfti að fara í IKEA í kvöld til að kaupa skenka í stofuna. Ég hef aldrei þolað IKEA nema væri fyrir sænsku kjötbollurnar. Nú er búið að breyta, lokar í mötuneytinu klukkan 18:30 og ekki hægt að borða kvöldmatinn þar. Gott og vel þá er það farið.
Fór með pöntunina á kassa, beið í 15 mínútur í röð. nei, nei, gat ekki notað hann þar sem hann var ekki síðan í dag. Þurfti að fara aftur og fá nýjan miða og standa svo aftur í röð. Alveg gaman.
Á eftir að setja allt saman. Geri ráð fyrir að allavega ein eða tvær einingar séu rispaðar eða skemmdar. Þarf þá að fara aftur á morgun. Það er alltaf þannig að það er ekki allt í standi í kössunum sem koma frá IKEA. Held að það sé með vilja gert til að maður komi aftur og kaupi hugsanlega kjötbollur.
IKEA er of stórt og orðið dýrt. Til hvers er maður eiginlega að fara þangað? Það er von að maður spyrji. Kannski sjálfspíningarhvatir...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2009 | 14:18
Tónlistarhús í sjóinn...
Flest bendir til þess að við séum að eignast minnisvarða um góðærið sem lítur úr eins og hús sem lent hefur í sprengjuárás. Það er víst hætt að reka nagla í tónlistarhúsið fína og guð má vita hvað á að gera við sér-gerða glerið hans Ólafs Elíassonar.
Ég er á því að klára eigi húsið, í það minnsta svo vel líti út að utan. Það er ekki gaman fyrir skemmtiferðaskip að sigla inn í höfn þar sem mætir þeim sjón eins og úr stríði.
En það eru víst ekki til peningar og því strandar tónlistarhúsið í fjörborðinu.
Það er spurning hvort ekki sé best að gera eins og með skip sem nást ekki aftur á flot eftir strand. Einfaldlega láta það sökkva.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 21:25
Tengdasonurinn varla á jólakortalista tengdamömmu...
Bjarni Ármannsson hefur mætt í Kastljós að skipan tengdamömmu sinnar sem er Guðrún Helgadóttur Alþýðubandalagsforkálfur. Guðrún er varla ánægð með tengdasoninn eftir að hafa flutt um 6 milljarða til Noregs á meðan íslensku þjóðinni blæðir.
Bjarni á að gera það eina réttláta í stöðunni og það er að endurgreiða þjóðinni þessa milljarða. Hann fékk frá Glitni eftir pöntun marga milljarða og fór með þá alla af landi brott. Hann er varla aufúsugestur á heimili tengdamóður sinnar.
Guðrún Helgadóttir vann fyrir fólkið í landinu með Alþýðubandalaginu og þekkir hún vel þær hörmungar sem alþýðan þarf að glíma við. Ég held að innst inni finnist henni án efa óþægilegt að hafa tengdasoninn sitjandi á milljörðum á erlendri grundu.
Bjarni, ef þú vilt gera rétt, skilaðu þá peningum. Alla vega nokkrum milljörðum. Það myndi bæta hag margra sem eiga um sárt að binda á þessum tímum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 20:21
Bjarni á að endurgreiða 90 % af því sem hann fékk!
Ég er ekki að kaupa það að Bjarni Ármannsson sé dýrlingur í lifanda lífi fyrir að endurgreiða Glitni 370 milljónir. Hann fékk fyrir bréf sín einhverja milljarða og einhverjan snar-undarlegan starfslokasamning sem hann væntanlega skrifaði sjálfur.
Bjarni á að endurgreiða 90% af því sem hann fékk en hann mun þrátt fyrir það lifa góðu lífi það sem eftir lifir.
Bjarni, þú ert ekkert með hreinni samvisku þrátt fyrir að endurgreiða þetta. Þú átt að borga mun meira til að komast á jólakortalistann hjá Íslendingum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2009 | 23:06
Mikið á maður gott...
Mikið á maður gott að eiga góða fjölskyldu og vini.
Mikið á maður gott að hafa góða heilsu og geta leikið sér í fótbolta.
Mikið á maður gott að eiga börn sem segja upp úr þurru að þau elski mann og maður sé fallegur.
Mikið á maður gott að eiga vini sem senda manni sms á miðnætti á gamlárskvöld.
Mikið á maður gott að geta vaknað og verið ekki með myntkörfulán til að hafa áhyggjur af.
Mikið á maður gott að hafa loksins skellt sér í Hjartavernd og fengið þá niðurstöðu að allt væri eins og það ætti að vera.
Mikið á maður gott að hitta góðan hóp félaga og spila við þá fótbolta tvisvar í viku.
Mikið á maður gott að eiga góða vini sem skrifa á Sport.is með manni alla daga.
Mikið á maður gott að halda sambandi við gömlu samstarfsfélaganna úr bankanum.
Mikið á maður gott að vera hættur að borða nammi og vera búinn að léttast um 6 kg án þess að gera neitt stórtækt.
Mikið á maður gott að vera maður sjálfur.
Mikið á maður gott að segja öðrum að manni líði vel.
Vonandi hefur þú það gott, þú átt það svo sannarlega skilið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.1.2009 | 22:25
Beef Wellington í kreppunni...
Frúin bauð uppá Beef Wellington að hætti Gordon Ramsey á gamlársdag, restin reyndar borðuð í dag. Misreiknuðum all-svakalega þörf á kjöti í þennan góða rétt og elduðum handa 10 manns. Sem var reyndar fínt þar sem systa kom með allt sitt gengi í mat í kvöld.
En ég fór að hugsa. Beef Wellington í miðri kreppu. Er ég að misskilja kreppuna?
Ég held að ég nái að sigla af mér mestu vandamál kreppunnar, vil alla vega trúa því. Það eru samt sumir sem segja að kreppan sé ekki komin. Hún komi í janúar. Ég vona ekki. Þá verð ég að taka Beef Wellington af matseðlinum og það væri synd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2009 | 22:21
Íslensk mótmæli?
Ég skil ekki þessi mótmæli sem eru í gangi. Alla vega ekki þau sem voru í gær fyrir utan Hótel Borg. Ég styð heilshugar að fólk fái að mótmæla. Hins vegar finnst mér þetta smám saman að fara í öfgar.
Mótmælendur mótmæla. Fá gas yfir sig af lögreglunni. Þá tekur sjúkraliðið við og þrífur gasið úr andliti og augum mótmælenda. Svo mótmæla þau aftur.
Ég bara skil ekki hvert þetta er að fara. Eru mótmælin búinn að missa tilgang sinn. Auðvitað vekur þetta athygli og það er kannski það sem þetta fólk er að reyna að fá framgengt.
Kannski er ég ekki vanur svona "útlenskum" mótmælum. Þar sem gasi er beitt eins og pipar á kjöt á grilli og sjúkralið bíður handan við hornið til að hjálpa þeim sem mótmæltu.
Ég vil margvíslegar breytingar í okkar þjóðfélagi en ég hef enn ekki mótmælt. Ég vil kannski ekki fá gas yfir mig, kannski algjör aumingi bara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)