Færsluflokkur: Bloggar
8.2.2009 | 14:04
Það breytist ekki neitt - bananalýðveldi!
Jón Ásgeir og Gunnar vinur hans fá 3,3 milljónir, einkabíl og ÞYRLU til afnota! Þetta sömdu þeir um við skilanefnd Landsbankans.
Þetta sýnir bar að það breytist ekki neitt. Þeir halda áfram að maka krókinn sem hafa gert það um árabil. Svo þegar almenningur kallar á réttlæti þá fá þessir herrar milljónir, bíla og þyrlu. Ég held að réttlæti náist aldrei. Við kunnum það bara ekki.
Í stað þess draga menn til ábyrgðar þá látum við þá fá þyrlu. Er þetta ekki eitthvað sér-íslenskt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 23:56
Kaupþingsliðar koma eignum undan...
Það er alltaf að koma meira og meira í ljós hvað Kaupþingsmenn eru rotnir. Eða öllu heldur fyrrum og sumir reyndar núverandi stjórnendur. Í hrönnum skráðu þau eignir sínar á aðra til að koma þeim undan þegar allt var að fara til fjandans. Svo er þetta lið margt hvert ennþá að vinna í bankanum.
Ég trúi ekki öðru en það verði fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar að senda lögregluna þarna inn og taka marga af þeim til yfirheyrslu. Þetta getur ekki gengið lengur, maður er orðinn fjúkandi illur yfir þessu.
Á meðan blæðir fátækum almenningi landsins!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2009 | 22:45
Jónas Fr á ekki að fá borgað!
Þessi Jónas fyrrum forstjóri Fjármálaeftirlitsins á að sjá ljósið og afsala sér 9 af þessum 12 mánuðum sem hann á að fá greidda í starfslok. Venjulegt launafólks sem hefur ekki klúðrað sínum málum fá 3 mánuði en hann fær 12 eftir að hafa steinsofið á verðinum undanfarin ár.
Jónas á að afsala sér þessum fáránlega starfslokasamningi. Annars má fólk fara heim til hans og mótmæla. Hann á ekki 20 milljónir skilið. Hann á ekki neitt skilið ef útí það er farið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 13:11
Björgvin kann að skammast sín...
Björgvin G. Sigurðsson kann að skammast sín. Hann sýndi það í verki.
Hann rak þá sem báru ábyrgð með honum.
Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson, Birna í Glitni, Hreiðar Már og fleiri kunna ekki að skammast sín. Þeir eru ekki í tengslum við raunveruleikann.
Getum við ekki rekið þau?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 13:58
Lögreglan gekk of langt!
Ég var blaðaljósmyndari í ein 10 ár. Þar þurfti ég oft að glíma við allskyns aðstæður sem voru samt ekki eins og þær sem voru hjá Alþingi í gær. En ég hef lent í því að vera hrint, ýtt frá og haldið af lögreglu. Það var alltaf í aðstæðum þar sem ég reyndi að vinna vinnuna mína, sem var að skila góðri fréttamynd.
Oftast urði engir eftirmálar af þessum atburðum. Ég bar virðingu fyrir starfi lögreglunnar og flestir í lögreglunni báru virðingu fyrir mínum störfum. Það voru samt alltaf einhverjir sem urðu að sýna vald sitt og gerðu það með því að rífa í mann, ýta manni harkalega eða taka fyrir linsuna.
Einu sinni kom ég í viðtali í sjónvarpinu útaf slíku máli en þá sauð allt uppúr á hafnarbakkanum í verkfalli sjómanna og lögreglan beitti sér heldur til of mikið. Daginn eftir hringdi Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, í mig og bað mig að hitta sig. Ég fór á hans fund hjá lögreglunni og við ræddum saman um hvað hefði gerst. Hann fór með málið áfram og hringdi í mig aftur og baðst afsökunar (þannig túlkaði ég símtalið) á framgöngu lögreglunnar. Ég var ánægður með það.
Í gær lentu ljósmyndarar í því að þeir fá yfir sig gusur af piparúða. Það er ekki að sjá á þeim myndum sem birtast hér fyrir neðan að þeir séu að gera annað en að taka myndir. Svo virðist sem lögreglan sé ekki samþykk veru þeirra þarna og því gusa þeir á þá, beint að virðist, yfir ljósmyndara við störf og yfir dýran búnað þeirra. Þetta er ótrúlegt að sjá.
Lögreglan verður að bera virðingu fyrir störfum ljósmyndara á vettvangi. Þeir eru auðvitað fremstir til að geta náð fréttamyndum. Fréttamyndum sem eru heimildir samtímans og jafnvel sönnunargögn ef út í það er farið. Ef lögreglan ber ekki virðingu fyrir störfum blaðamanna, ljósmyndara og fréttafólks þá er lögreglan að ráðast á hornstein lýðræðisins, frjálsa tjáningu.
Eflaust hefur ástandið verið brothætt í gær. Og eflaust kunna þessir lögreglumenn ekki að mæta samlöndum sínum með miklu afli. Þetta hefur ekki gerst síðan 1949 og þá voru flestir þessara lögreglumanna ekki fæddir.
Ég heyrði að einn lögreglumaður hafi sagt við mótmælanda að hann hefði ekki trú á verkefninu. Að þurfa að beita valdi gegn samborgurum sem hann á svo kannski eftir að hitta í kjörbúðinni seinna um daginn.
Verkefni lögreglunnar var erfitt. Hitinn í mannskapnum var mikill og atburðarrásin fór úr böndunum. En það afsakar ekki að lögreglan sprauti yfir fréttafólk piparúða til að losna við það. Fréttafólk og ljósmyndarar eru í fullum rétti að vinna sínu vinnu á vettvangi. Ekkert afsakar að sprauta piparúða á vinnandi fólk sem á ekki von á að fá slíkar kveðjur frá lögreglunni. Svo ekki sé talað um skemmdir á dýrum myndavélabúnaði.
Þegar ég var blaðaljósmyndari þá var lögreglan alltaf að hamra á því að við sýndum lögreglunni og störfum hennar virðingu á vettvangi. Nú þarf lögreglan að gera hið sama.
Hilmar Þór Guðmundsson
Blaðaljósmyndari
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.1.2009 | 09:40
Ólafur Ólafsson er glæpamaður...(Staðfest)
Ég er í sjokki.
Í smá tíma hélt ég að það væri virkilega verið að vinna í þessum fjárglæframálum en það virðist eitthvað vera að fara fyrir ofan garð og neðan.
Af hverju er ekki búið að sækja Ólaf Ólafsson og setja hann í gæsluvarðhald. Hversu lengi getur þetta gengið. Við fáum daglega sögur um það að menn hafi gjörsamlega nauðgað þjóðinni og svo kemur þessi lýður og vill græða meira á óförum heillar þjóðar. Mér er sama þótt það sé löglegt, þessir menn eiga að sjá skömm sína og í það minnsta biðja afsökunar á framferði sínu.
Hvað gengur Ólafi eiginlega til? Hann græddi stórar fjárhæðir á Kaupþingi og var með í slagtogi einhvern sjeik frá mið-austurlöndum. Þjóðin tapaði 40 milljörðum en hann sleppur. Svo vill hann fá sem mest fyrir einhverja samninga sem hann gerði við gamla banka.
Eru þessir menn ekki á sömu síðu, eða í sömu bók og restin af þjóðinni? Fólki blæðir, fólk missir vinnuna, missir þakið yfir höfuðið en á meðan eru blóðsugur að mergsjúga það litla sem til er.
Er ekki kominn tími til að sækja þessa menn og hýða þá opinberlega? Hversu lengi látum við þetta yfr okkur ganga. Og af hverju gerir enginn neitt?
Zimbabwe norðursins er nýja heitið á Íslandi. Er það ekki bara rétt?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2009 | 23:48
Hillurnar komnar upp...
Hillurnar í stofunni eru komnar upp. Lúkkar bara fjári vel.
Þarf að lakka þær hvítar og þá er þeta fullkomið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2009 | 23:47
Komnir á kunnuglegar slóðir...
Man.Utd komnir á þann stað sem þeir þekkja vel í ensku úrvalsdeildinni.
Nú fer Liverpool á taugum.
Aldrei hætta á öðru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 00:14
Enn verið að breyta!
Erum að breyta stofunni. Setja upp hillur og mublur.
Ekkert fancy frá Saltfélaginu. Bara Ikea og Húsasmiðjan.Saltfélagið er eitthvað 2007 dæmi. Á ekki 450.000 fyrir hillueiningu (sem ég þyrfti 5 stk af). Hefði líklega ekki haft efni á því árið 2007 heldur.
Jökull á afmæli á föstudag (2 ára) og það á allt að vera klárt fyrir helgina.
Held svei mér þá að það gangi upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 00:11
Ekkert sunnudags-Fréttablað...
Fréttablaðið hefur ákveðið að slá af sunnudagsblaðið. Ég skil það vel, er hlynntur sterkara laugardagsblaði.
Sunnudagsmogginn er líka betri en sunnudags-Fréttablaðið, þó hann komi í hús á laugardögum.
Ætli Mogginn hætti ekki að koma út á mánudögum, hann gerði það ekki þegar ég vann á DV. Þá átti DV mánudagana og Mogginn sunnudagana.
Þá kostaði líka smáauglýsing í DV um 3500 krónur með mynd.
Breyttir tímar, eða er þetta bara að fara hringinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)