4.3.2008 | 22:42
Starfsmannaviðtal...
Skellti mér á eitt stk starfsmannaviðtal í dag. Gekk að óskum.
Starfsmannaviðtöl eru til að leyfa starfsmanni og yfirmanni að ræða um atriði sem tengjast samskiptum og öðru á vinnustað. Ég tek þessi spjöll vanalega í léttu spjalli við kaffivélina eða ryðst inn á yfirmanninn með látum ef mér er niðri fyrir. Því var spjallið í dag frekar stutt og létt.
Á gamla DV fóru flest starfsmanna- og launaviðtöl fram útá svölum þar sem þáverandi ritstjóri reykti. Ég fékk sjaldan kauphækkanir eða viðtöl þar sem ég reykti ekki.
Nú eru breyttir tímar sem betur fer.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2008 | 10:55
Glitnir er EKKI markaðsfyrirtæki ársins...
Það skal því leiðrétt hér með að Glitnir er ekki markaðsfyrirtæki ársins. Landsbankinn var valinn markaðsfyrirtæki ársins 2007 af Ímark. Glitnir vann einhver sér-kosningu sem tengist því ekki að vera markaðsfyrirtæki ársins. Ekki það að ég sé bitur útí vini mína í Glitni en það er pínlegt þegar slegið er um sig með þessum hætti.
Þið eigið alltaf séns á næsta ári...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 22:47
Djöf... er gaman að mynda...
Ég er lærður ljósmyndari úr Iðnskólanum og vann sem blaðaljósmyndari í meira en áratug á Mogganum og síðan DV. Það eru forréttindi að vinna sem blaðaljósmyndari. Þú hittir mikið af fólki, ert á ferðinni og leiðist aldrei.
Nú er kallinn orðinn bankastarfsmaður en myndar samt mikið fyrir bankann og er að vinna í markaðsmálum tengdum fótbolta... Ehhh, eigum við að ræða það eitthvað. Forréttindi.
Ég fer samt oft á völlinn til að mynda sport. Það hefur alltaf verið eitt af mínum uppáhalds áhugamálum. Fór á bikarúrslitin í gær og myndaði fyrir www.sport.is. Mér finnst þetta alltaf jafn gaman.
Man reyndar eftir því þegar maður þurfti að skjóta allt á filmu og bíða eftir framkölluninni til að sjá árangurinn. Í dag sést þetta sekúndubroti eftir að myndin er tekin. Það er frábært.
En oft var maður spenntur á DV að bíða eftir að framköllunarvélin kláraði að framkalla. Maður beið eftir fréttamynd ársins. Stundum kom hún - stundum ekki.
Ég gleymi aldrei einu sem þekkt persóna í samfélaginu sagði við mig er ég var að mynda hana. "Þegar ég hrekk uppaf þá verður það eina sem stendur eftir mig undirskrift mín á pappír. Engin vill sjá það. Þegar þú hrekkur uppaf þá verða eftir þig myndir sem sýna samtímann. Fólk mun skoða verk þín löngu eftir þinn dag. Ég verð bara gleymdur." Ég mun ekki gefa upp hver sagði þetta en hann/hún var alls ekki vitlaus.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 22:39
Drengurinn talaði í dag...
Frúin og prinsessan fóru í afmæli í dag. Það er vertíð afmæla sem þarf að fara í og við vorum með afmæli fyrir prinsessuna í gær og svo var annað í dag. Held að það séu tvö næstu helgi og svipað þar næstu.
Ég var því heima og átti yndislegan tíma með Jökli syni mínum. Hann er rúmlega eins árs og er að kominn á frábæran aldur. Hann spjallaði endalaust við mig í dag um daginn og veginn. Lá oft mikið niðri fyrir. Ég skildi auðvitað ekki orð enda talar hann smábarnamál.
Stundum skildum við samt alveg hvor annan. Hann talaði og benti eitthvað og ég skildi það. Svo vildi hann oft koma og láta knúsa sig sem var frábært.
Þetta er yndislegt líf...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 22:34
Ólafur F er ekki borgarstjóri...
Ég skellti mér í Höllina að sjá Val rúlla yfir Fram í bikarnum. Ég var í návígi við borgarstjórnandann Ólaf F en sama hvað ég reyndi þá gat ég ekki séð hann sem borgarstjóra. Sá hann bara sem Ólaf F.
Ég er einn af þeim 8% sem treysta ekki á borgarmeirihlutann. Þetta getur bara ekki gengið upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 22:31
Skegg-api...
Ég tók þá ákvörðun að safna skeggi á dögunum. Er núna að nálgast stigið þar sem manni klæjar undan því og ég hef áður komist á þeta stig en þá rakað allt af. Ég ætla að standa þetta af mér núna.
Held samt að vinnan haldi að ég sé eitthvað að gleyma því að raka mig og mun því senda út tölvupóst á morgun sem útskýrir málið.
Hef alltaf fundist skegg flott enda er ég búinn að vera með "donut" skeggið í meira en áratug. Rakaði það einu sinni af og fannst ég vera nakinn api. Nú ætla ég að verða skegg-api. Getur ekki klikkað.
Set af mér mynd eftir ca viku. Þá er þetta allt á góðri leið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 22:27
Prinsessan 4 ára...
Auður Ísold, prinsessan mín, varð 4 ára þann 28. febrúar. Afmælið var haldið heima í gær. Ekkert smá umstang í kringum afmæli 4 ára barns. Þegar prinsessan verður kominn yfir 18 ára aldurinn þá ætla ég að láta hana sjá um mín afmæli. Ég ætla að slaka á og éta kökurnar.
Prinsessan var í skýjunum með allt umstangið og þá er tilgangnum náð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 18:55
Greiðslur fyrir að hætta...
Jón Karl þáverandi forstjóri Icelandair fékk 60 milljónir fyrir að hætta. Ég efa ekki að Jón hafi gegnt skyldum sínum vel en fyrr má nú fyrr vera. Hvað fær verkamenn borgað í starfslokagreiðslu þegar þeir hætta? Varla mikið.
Einhver kastaði því fram að forstjórar þurfa háar greiðslur þar sem þeir eru ekki ráðnir strax aftur í stjórnunastöður fyrr en seinna. Jón var ráðinn til nýs fyrirtækis áður en hann hætti. Þarf hann þvi virkilega 60 milljónir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 18:47
Forstjóri Glitnis lækkar laun sín um 50%...
Lárus Welding ætlar að lækkan launin sín um 50%. Gott og vel. Aðhald hjá Glitni og uppsagnir. En það besta er. Hann lækkar úr 9,5 milljónum í 4,8 milljónir!
Vildi að ég væri í þessari aðstöðu. En er það ekki. Myndi vilja hækka launin mín um 50%.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 23:19
Það er til kaffi...
Ég vinn í banka. Á degi hverjum les ég fréttir um að allt sé að fara til fjandans í bankakerfinu.
Ég hef einu sinni unnið hjá fyrirtæki sem varð gjaldþrota og fyrstu merkin um að ekki gangi vel er þegar það vantar kaffi í kaffivélina. Það hefur ekki vantað kaffið í Landsbankanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)