Kaupþing í frjálsu falli...

Hlutabréfin mín í Kaupþingi eru í frjálsu falli. Er að koma kreppa?

Toyota seldi um 200 nýja Land Cruiser 200 jeppa í forsölu, án þess að fólk væri búið að prófa bílinn. Hvert eintak kostar 10 milljónir+... Er að koma kreppa? 


Mig svíður...

Mér svíður að ríkisstjórnin geri ekkert til að grípa inní nú þegar bensín og díselverð er að nálgast vitleysismörk. Ég átti von á meiru frá Samfylkingunni. Kannski er málið að þegar í stjórn er komið þá gleymist allt blaðrið um bætt lífskjör.

Íslendingar eru ömurlega léleg neytendaþjóð. Við látum endalaust ganga yfir okkur og kvörtum í hæsta falli í Reykjavík síðdegis. Í Frakklandi henda menn tonnum að rusli á göturnar og fá bót sinna meina. Við kvörtum varla.  

Þá skil ég ekki af hverju Guðlaugur Þór er að verja það að hækka verð á heilbrigðisþjónustu. Það er ekki hemja að það kosti nærri 4000 krónur að bíða í 4 tíma á slysadeildinni. Er ekki hægt að nota þann 1.4 milljarð sem aukalega kemur í ríkiskassann af virðisaukaskatti vegna bensíns í að niðurgreiða heilbrigðiskerfið. Maður spyr...


Almannahagsmunir...

Það er til orð sem er notað til að taka óæskilega aðila úr samfélaginu. Það kallast að gera eitthvað í þágu almannahagsmuna. Ég er almenningur og það væri því fyrir mína hagsmuni að gera eitthvað svo ég mætti lifa betur á einn eða annan hátt.

Ég bið því, í nafni almannahagsmuna, að þeir sem ganga um stræti og torg og berja mann og annan verði teknir og settir í tukthús. Lögreglustjóri svaraði litlu til af hverju það væri ekki búið að kalla ungan mann sem gengur um með hnefann á lofti í skýrslutöku. Það virðist svo vera á þessu blessaða landi að maður þurfi að drepa mann til að almannahagsmunir séu í húfi. Það má grípa inní atburðarásina miklu fyrr.

Ég prísa mig sælan að vera ekki betri í fótbolta en ég er. Þá væri ég í stórhættu. 


En pabbi ég kann ekki að segja eþþþþþþ!

Dóttirin á í vandræðum með að segja "R". Hún er bara tæplega 4 ára en skammast sín aðeins fyrir það. Ég hef sagt henni að það sé ekkert mál. Sjálfur náði ég ekki að bera fram "R" fyrr en seint og um síðir. Það hefur ekki háð mér á lífsleiðinni. En það er svakalega sætt að heyra dótturina segja "Pabbi, ég kann ekki að segja eþþþþþ, ég hljóma baþa eins og býfluga"... Þetta kemur, segi ég hughreystandi.

40 leikir !

12 lið, 22 leikir í Landsbankadeild karla.

10 lið, 18 leikir í Landsbankadeild kvenna.

Maí nálgast! 

Það er kominn fiðringur í mann!


Quagmire - frábær fýr!

Vildi benda á þennan snilling úr Family guy. Hérna er best of syrpa. Enginn perri gaurinn!

 



Fyndinn one-liner!

Sumir stand-up (uppistandarar) eru með frábæra one-liners. Heyrði þennan um daginn og finnst hann snilld:

"Why does the girl from earth always win miss universe..." 


Sonurinn fer að labba!

Vildi njóta þess með ykkur að Jökul Þór sonur minn fer klárlega að labba að sjálfsdáðum á næstu dögum. Hann er byrjaður að taka nokkur skref en þegar hann áttar sig á því að hann labbar þá skellir hann sér aftur í parket-skriðið. Hann á afmæli 16. janúar, verður ársgamall. Vona að hann verði "kominn á fætur" fyrir þann tíma. More to come...

Áfram Luton

Liverpool skeit létt á sig í dag er þeir gerðu 1-1 jafntefli við Luton.

Þeir hefðu betur gefið eftir miðasöluna... Luton hefði þá sýnt meiri auðmýkt við stórveldið. Vona að Luton hafi það í endur-leiknum sem verður á Anfield. En Liverpool má eiga það að þeir stóðu í Luton mönnum í dag, en á það ekki að vera öfugt farið? 


Macworld 08 - Nýjungar á leiðinni

Það bíða flestir Mac-notendur spenntir eftir Macworld 2008 en þá eru nýjungar í Mac-heiminum kynntar af Steve Jobs forstjóra Apple. Nú hefur listi "leikið" á netið þar sem tilgreindir eru hlutir sem eiga að líta dagsins ljós á Macworld.

Listinn er skemmtilegur yfirlestrar en tekið skal fram að þetta gæti einnig verið kjaftæði frá A-Ö. En hérna er listinn og verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað af þessu kemur.

Það sem mér finnst spennandi á listanum eru:
*iPhone með 3G stuðningi
*Ný Mac book pro - endurhönnum
*Mac book nano - sem er ekki með geisladrifi og super-portible
*Nýjir Cinema skjáir sem eiga að vera mun betri en þeir sem nú eru í umferð

Listinn:
Mac Nano
• Redesigned Mac–Mini
• Half the height as its predecessor
• Now has an anodized aluminum shell.
• 2.2GHz and 2.4GHz Santa Rosa chips
• 32GB flash solid state drive (64GB build-to-order option, also option for 160GB conventional HDD)
• On sale at MacWorld, ships February

Mac Pro
• Based off the Penryn chipset
• Dual 2.8 GHz Penryn Xeons standard
• 2GB of RAM standard
• 320GB HDD standard
• NVIDIA GeForce 8600 GT Graphics standard
• Blu-Ray build-to-order option for an extra $400

MacBook Pro
• Mobile Penryn Chipset
• 2.4GHz and 2.6GHz Speeds
• 17” gets LED backlighting
• 15” gets a build-to-order higher resolution similar to the 17” model
• Keeping the 8600M GT graphics, but upping the video memory to 256MB and 512MB
• Black anodized aluminum option similar to the iPod classic
• On sale at MacWorld, ships February

Cinema Displays
• Built in 2 megapixel iSight camera
• Same resolutions
• LED backlighting
• All support 1080HD
• New Prices : 20”: $399; 23”: $599; 30”: $1,249
• On sale at MacWorld, Available at MacWorld

MacBook Nano
• Ultraportable Mac
• Same screen resolution and size as the current MacBooks; 13” at 1280x800
• 1.6GHz and 1.8GHz low voltage Core 2 Duos
• Low end model to feature a 32GB SSD and the higher end to have a 64GB SSD
• $1,499 and $1,999 Respectively
• No Optical Drives
• Intel Integrated Graphics
• 10 Hours of Battery Life
• On sale at MacWorld, Available at MacWorld

iPhone
• SDK Available at MacWorld
• Developers can sell their signed apps from iTunes starting in March
• New software includes Multimedia messaging, video recording with the camera, and an eBook reader
• iPhone games available from the iTunes store
• 3G iPhone announced (looks similar to the existing model)
• iPhone available in more countries

iTunes & iPod
• iTunes 8 released along with Movie Rentals and eBooks
• Software update for iPod Classics and Touches to support eBooks

Front Row 3.0
• All Leopard compatible Macs will be able to use it
• Support for the iTunes Store
• eBook Reader
• SDK for 3rd Parties to make plugins
• Can be controlled via Apple Remote, iPhone, or iPod Touch
• iCal, Mail, and Safari integration

MacTouch
• New product not in the MacBook family
• Two 9" multitouch-sensitve widescreens, both at 1280 x 854
• Innovative, minimalist, two-way folding/sliding, dual-screen, multi-position design with magnetic clasps. Inspired by the paperback book, but thinner, more flexible and surprisingly tough.
• No optical drive or mechanical HDD, uses a SSD drive.
• Will run most existing OS X apps when in dual screen mode; 2nd screen becomes keyboard and touchpad
• iPhone-ish springboard when in single screen mode
• Multitouch sensitive version of iPhoto
• Bluetooth, 802.11b/g, USB2.0, optical/analogue audio in/out, built in speakers & microphone.

 

 

Er þessi á leiðinni? 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband