15.1.2008 | 10:02
Launsonur á Indlandi...
Ég á son á Indlandi. Hann er reyndar ekki erfðafræðilegur sonur minn en er ungur drengur sem ég styrki til náms og betra lífs á Indlandi. Hann heitir Chelamalasetty Nancharaish en ég kalla hann bara Setty.
Setty á fjögur systkyni og býr við daprar aðstæður í bæ á Indlandi. Ég borga engin ósköp með honum en með því að leggja til um 2000 á mánuði þá fær hann Setty að borða, sækja skóla og fær föt.
Um jólin gaf ég honum svo skólatösku.
Ég vil benda öllum á að það er mjög auðvelt og þeim sem geta eiginlega skylt að bæta líf annarra. Ég fékk handmálað jólakort frá Setty sem öllum í fjölskyldunni á Ljósvallagötunni þótti vænt um. Við vitum að honum líður vel og við eigum smá þátt í því.
Hérna er mynd af "launsyninum".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2008 | 09:51
Góða ferð drengir...
Skellti mér á Ísland - Tékkland í Höllinni í gær og sá mun betri leik hjá íslenska liðinu en daginn áður. Allt á góðu róli hjá Fredda og kó.
Ég vil senda íslenska landsliðinu heillakveðjur og vona að þeim gangi sem best á EM.
Minni líka á að www.sport.is verður með mikla og góða umfjöllun frá mótinu.
ÁFRAM ÍSLAND!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2008 | 09:49
Kominn á skrið í fótboltanum...
Eins og ég sagði um daginn þá var mikil eftirvænting með að komast aftur í fótboltann. Lét verða að því á sunnudaginn og hef gengið skakkur síðan. Ekki vegna meiðsla þó, nei harðsperrur. Líkaminn að aðlagast nýjum hreyfingum. Geri ráð fyrir að einkaþjálfarinn teygi vel á mér á fimmtudag.
Stóð mig vel í boltanum og skoraði nokkur mikilvæg mörk. Unnum alla leikina okkar sem voru þrír.
Er þí kominn í hreyfingu fjórum sinnum í viku sem er gott. Býðst að fara í tvo aðra fótboltatíma á viku en ætla að taka því rólega næstu 2-3 vikur. En allt á góðri leið!
Fer í fótbolta aftur í kvöld ef veður leyfir (er inni reyndar).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2008 | 09:42
Betur má ef duga skal...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2008 | 00:14
Illa haldinn úr harðsperrum...
Hann Gunni einkaþjálfari lét mig taka vel á því í fyrradag. Svo vel að ég geng um eins og hringjarinn frá Notre Dame. Allur skakkur. En er að fara aftur í dag (fimmtudag) þar sem ég mun án efa hrista þetta úr mér.
En svona sársauki er samt góður - maður veit að maður tók vel á! Held svei mér þá að vöðvarnir séu að stækka...
Er samt ennþá skaddaður í nára en vona að ég komist í fótboltann í næstu viku, djöf.. hlakkar kallinum til!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2008 | 00:11
Ferðin á Old Trafford í uppnámi!
Við félagarnir á Sport.is sáum frammá góða tíma þann 8. mars á Old Trafford þar sem Man.Utd átti að taka á móti Bolton. Nú hefur einhver gáfuhaus tekið ákvörðun um að setja FA CUP á 8. mars. Það þýðir að ólíklegt er að Man.Utd leiki við Bolton þennan dag nema þeir hrökklist úr enska bikarnum fyrir þann tíma. Það er varla hægt að gera ráð fyrir slíku stórslysi svo ferðin er í uppnámi. Erum samt að skoða aðra leiki og vona að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum.
En ekki plana ferð á Trafford 8. mars nema kannski í Man.Utd Megastore.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 23:59
Og Kaupþing fellur enn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 23:57
Dómaranefnd lúffar...
Það var sorglegt að horfa uppá dómaranefnd gagnrýna harðlega ráðningu Davíðs-sonar en segja síðan að þau þau hafi alveg verið að pæla í þvi að hætta öll sem eitt þá ætla þau ekki að gera það þar sem um einsdæmi sé að ræða. Rosalega er þetta fólk utan við sig. Ef það væri að meina það sem það segir þá á það að segja af sér og það strax.
Í staðinn hlær Árni settur dómsmálaráðherra og hugsar með sér "Ég hef þetta lið í vasanum." Í ljósi aðstæðna á Árni að sjá aum á þessu fólki og reka það strax.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2008 | 00:14
Dagur borgarstjóri byrjar ekki vel...
Ný borgarstjórn féll á sínu fyrsta stóra verkefni. Allt þvaður um bætt kjör og blóm í haga fóru út um veður og vind er stórfelld hækkun á fasteignagjöldum var kynnt. Björn Ingi þvaðrar um að bæta í á einhverjum öðrum sviðum.
Dagur borgarstjóri er líkast til kominn í sömu stöðu og fyrirrennari hans. Hann getur ekki lækkað skatta og haft alla ánægða. En það á ekki að koma með fögur fyrirheit sem ekki er hægt að efna.
Borgarstjórnin átti að bíða með hækkanir. Þau hafa nú komið um 80% Reykvíkinga í vont skap. Hin 20% er efnafólk.
Ég get samt einhverra hluta vegna ekki litið á Dag sem borgarstjóra. Ég myndaði hann sem ungan byltingarsinna í Árbænum með Elliðaárdalinn í baksýn einhvern tíma og ég man ekki betur en hann hefði fengið myndina til brúks. Dagur er í mínum augum ennþá þessi strákur sem var svo stoltur af Elliðaárdalnum. Myndin góða hefur kannski hjálpað Degi að rísa í hæstu hæðir... Þetta er þá líklega allt mér að kenna eftir allt saman. Ansans.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2008 | 23:29
Áramótaheitið mitt í ár var...
að vera ekki með óraunhæfar yfirlýsingar á nýju ári... Held að ég hafi aldrei tekið gáfulegri ákvörðun...
Gleðilegt áramótaheitalaust ár!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)