7.1.2009 | 14:18
Tónlistarhús í sjóinn...
Flest bendir til þess að við séum að eignast minnisvarða um góðærið sem lítur úr eins og hús sem lent hefur í sprengjuárás. Það er víst hætt að reka nagla í tónlistarhúsið fína og guð má vita hvað á að gera við sér-gerða glerið hans Ólafs Elíassonar.
Ég er á því að klára eigi húsið, í það minnsta svo vel líti út að utan. Það er ekki gaman fyrir skemmtiferðaskip að sigla inn í höfn þar sem mætir þeim sjón eins og úr stríði.
En það eru víst ekki til peningar og því strandar tónlistarhúsið í fjörborðinu.
Það er spurning hvort ekki sé best að gera eins og með skip sem nást ekki aftur á flot eftir strand. Einfaldlega láta það sökkva.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.