1.1.2009 | 22:21
Íslensk mótmæli?
Ég skil ekki þessi mótmæli sem eru í gangi. Alla vega ekki þau sem voru í gær fyrir utan Hótel Borg. Ég styð heilshugar að fólk fái að mótmæla. Hins vegar finnst mér þetta smám saman að fara í öfgar.
Mótmælendur mótmæla. Fá gas yfir sig af lögreglunni. Þá tekur sjúkraliðið við og þrífur gasið úr andliti og augum mótmælenda. Svo mótmæla þau aftur.
Ég bara skil ekki hvert þetta er að fara. Eru mótmælin búinn að missa tilgang sinn. Auðvitað vekur þetta athygli og það er kannski það sem þetta fólk er að reyna að fá framgengt.
Kannski er ég ekki vanur svona "útlenskum" mótmælum. Þar sem gasi er beitt eins og pipar á kjöt á grilli og sjúkralið bíður handan við hornið til að hjálpa þeim sem mótmæltu.
Ég vil margvíslegar breytingar í okkar þjóðfélagi en ég hef enn ekki mótmælt. Ég vil kannski ekki fá gas yfir mig, kannski algjör aumingi bara.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.