Á ég að nudda mallann pabbi?

Dóttir mín hún Auður er ekkert annað en æðisleg. Ég fór í grill fyrir KR leikinn í dag hjá Hilmari Þórlindssyni á fallegu heimili hans á Suðurnesjunum. Þar sá ég líka dóttur hans, þá yngri og er hún svaka krútt.

En ég borðaði grillið geyst og át líklega aðeins yfir mig. Þegar ég kom svo heim í dag þá var ég ekki alveg með magann í lagi og fékk smá meðaumkun frá fjölskyldunni (sem gaf mér reyndar tíma í að horfa á Ísland - Makedóníu hörmungina) á RÚV.

En Auður skvísa var svo góð og spurði: "Pabbi, er þér illt í mallanum?", Já sagði ég. "Þá skal ég koma eftir matinn og nudda mallann. Ekkert fast, svona pot í bumbu." Ég bráðnaði við þetta og þáði.

Eftir matinn kom prinsessan svo og nuddaði létt yfir bumbuna og sagði "Nú líður þér betur", Já sagði ég. Er ekki frá því að hafa liðið betur. Enda annað varla hægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband