31.5.2008 | 22:59
Ég hitti Viggo...
Ég fór á foropnun á, Skovbo, sýningu Viggo Mortensen í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. Viggo virkaði a mig sem mesti öðlingur. Var feiminn og hlédrægur og náði sér ekki á flug fyrr en hann fór í reykpásu útá svalir. Hann talaði um Ísland og sagði að Ísland væri fallegt land. Hann er ágætur ljósmyndari og sýnir á sýningunni myndir af trjám og görðum.
Viggo er best þekktur fyrir að bjarga heiminum frá tortímingu í Lords og the Rings seríunni. Hann var mjög fjarri því hlutverki í dag en þessu geðgóði Dani á heiður skilið fyrir upplegg sitt á sýningunni. Hann selur allar myndirnar og allur peningurinn fer til Náttúrverndarsamataka Íslands. Þá kemur út bók og allur ágóðinn af henni fer til Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Viggo á auðvitað nóg af peningum sem frægur Hollywood-leikari og þarf ekki að hafa áhyggjur af krónum og aurum. En hugsunin er góð og maðurinn jarðbundið góðmenni.
Ég festi mér eina af myndunum af sýningunni. Myndin er græn með hringlaga ramma utan um myndefnið. Ansi skemmtileg. Myndin er auðvitað ekkert meistaraverk en hún er tekinn af náunga úr Lord of the Rings og sem slík er hún frábær.
Mér taldist til að á opnunni voru ca 50% að skoða myndirnar hans og ca 50% að skoða hann sjálfan. Ég var í fyrrnefnda hópnum.
Langaði að fá að taka mynd af honum og Auði dóttur minni en fannst það of plebbalegt. Honum hefur örugglega ekki fundist það. Enda lítið annað en enskumælandi Dani.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.