Vefborði Landsbankadeildarinnar er snilld...

Ég var í hópnum sem var að vinna að vefborðanum fyrir Landsbankadeildina sem er á ansi mörgum stöðum núna. Hann er upplýsingaveita fyrir Landsbankadeildina en þar má líka skoða mörk, tölfræði og ýmislegt annað góðgæti.

Vinnan við borðann (sem kallast reyndar míkrósíða) var löng og ströng. Stundum var maður steiktur á öllum fundunum. En að sjá hann í "aksjón" gerir allar stundirnar vel þess virði. 

Vil samt gefa "credit where credit is due" - Þórmundur liðsmaður Boston Celtics á íslandi og Egill Digital fóru mikinn á fundunum. Þórmundur breytti öllu sem hann mögulega gat og Egill stoppaði hann á réttum stöðum. En þetta var fyrst og síðast "team effort". 

Ég held að við verðum að kaupa verðlaunaskáp fyrir öll verðlaunin sem hann mun sópa að sér. Ef ekki, þá mun ég skjóta einhvern :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband