23.5.2008 | 01:10
Júróvisión á afmælisdaginn...
Ég á afmæli á laugardaginn, 24. maí. Það besta er að þá er líka Júróvisíon og Ísland komst aldrei þessu vant áfram í aðalkeppnina.
Okkur hjónunum er boðið í Júró-partý af Eiríki og Hörpu og það er góð stemmning í hópnum. Eina sem getur komið í veg fyrir góða kvöldstund með vinum er sú staðreynd að stelapn okkar, Auður, fór í hálskirtlatöku á þriðjudag og í kvöld blæddi aðeins úr hálsinum.
Það svo sem skiptir ekki máli hvort ég haldi uppá afmælið í góðra vina hópi eða í faðmi Auðar minnar.
Ég spái samt að við verðum ofarlega í ár í Júró-inu. Það er góð tilfinning í gangi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.