Stóra planið *** 1/2

Skellti mér á Stóra planið í kvöld. Fín ræma með flottum leikurum. Jóhann Pétur frábær að vanda (samt alveg sama týpa og í Astrópíu), Ingvar E á klárlega heima í Hollíwúdd, Hilmir Snær alltaf fínn og Eggert Þorleifsson magnaður. Siggi Sigurjóns og Laddi með skemmtilega innkomu.

Alltof mikið gert úr þeim 4 mínútum sem Soprano-leikarinn fékk. Hinir voru miklu betri en hann. Unnur Birna fékk eina línu en var aðallega sæt. Ingvar E fékk að slá hana á rassinn (hefur kannski slegið af launakröfum fyrir það). EInhver þýskur gaur (eða íslenskur sem talar þýskur) var frábær og Benni skalli mjög flottur.

En ræman flott og vel gerð. Skemmtileg blanda af static myndatöku og akjsón myndatöku. Kom mér samt á óvart að það voru fáir í bíó og þetta er frumsýningarkvöld. Reyndar hefur forsýningin verið klukkan 18:00 en við sáum allt þotuliðið (sem á ekki þotur) koma úr sal 1 þegar okkar mynd var að byrja í sal 2.

Mæli með henni. En ekki halda að þetta sé nein óskarsverðlaunamynd. Borga samt hiklaust 1200 kall til að sjá Jóhann Pétur ærslast.

Ein varúð - það voru ungir krakkar á sýningunni (- 10 ára) og það er ansi brutal atriði í byrjun sem er alls ekki fyrir hæfi barna. Passið það! (sé reyndar að hún er bönnuð innan 10 ára - það hefur klárlega klikkað í kvöld í dyravörslunni).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband