17.3.2008 | 23:31
Ég skil ekki bensínverð...
Ég skil ekki bensínverð. Um leið og gengi krónunnar breytist þá hækka öll olíufélögin bensínverð samstundis. Ég taldi að menn væru að selja einhverja birgðir sem keyptar voru á einhverju verði. Það er væntanlega búið að greiða fyrir það og því ætti verðið að haldast þangað til nýjar birgðir væru keyptar á hærra verði.
Er ég kannski að misskilja þetta allt eða eru olíufélögin að græða á okkur neytendunum?
Svo skil ég ekki af hverju dísel kostar næstum 10 krónum meira en bensín. Ég keypti dísel til að vera umhverfisvænni en með ofurverði þá hugsar maður sig um.
Ég sendi tölvupóst á olíufélögin og óskaði eftir svari við þessari spurningu (birti svörin hérna þegar og ef þau berast):
"Sæll...,
Ég vil endilega senda eina fyrirspurn á ykkur ágæta fólk hjá **** vegna bensínverðs, eða öllu heldur hækkun á bensínverði.
Ég tek það fram að sem neytandi sem versla oft við **** þá þekki ég ekki til þeirra starfshátta sem ríkja er kemur að verðlagningu og því óska ég eftir svari við þessari spurningu.
Verð á bensíni virðist hækka mjög fljótt eftir að gengi krónunnar breytist og spyr maður sig þá hvort ekki sé keyptar birgðir á ákveðnum kjörum frá seljanda. Segjum að 1000 tonn séu keypt af bensíni eru þessi 1000 tonn ekki seld áður en verð á næstu sendingu er hækkað. Maður gerir ráð fyrir því að eldri birgðir séu seldar áður en hækkun er sett á enda nær verðhækkun á markaði varla nema til þeirra vörubirgða sem ókomnar eru.
Þrátt fyrir að eldri birgðir eru væntanlega ennþá til sölu þá hækkar verð oft á tíðum oft í viku og jafnvel oftar en einu sinni á dag.
Hvernig er þessu háttað. Og endilega hafðu svarið á sem bestu mannamáli þar sem ég er ekki vel að mér í viðskiptafræðunum.
Kær kveðja,
Hilmar Þór"
Athugasemdir
Eg álít að birgðastaða og innkaupsverð birgða né framvirkir samningar er þeir gera um olíukaup spegli aldrei útsöluverð þeirra á dælu, heldur hafi þeir viðmið á gengi og markaðsverði olíu þann daginn er þeir ákveða verðhækkun, eða þá verðlækkun. Samkeppni á olíumarkaði hér er nær enginn, og þeir er reyna samkeppi séu ekki nógu burðugir til að hafa veruleg áhrif á verðlagningu. Tel ekki ósennilegt að bensínlíterinn verði kominn í 200 kr. í maí.
haraldurhar, 17.3.2008 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.