Árshátíðin - 5 stjörnu-kvöld með öllum stjörnunum

Nokkur stikkorð um árshátíð Landsbankans...

Skipulagning: *****
Allt gekk eins og smurt, eins og í góðri spennumynd. Aldrei dauður tími.

Skemmtiatriði: *****
Landsliðið mætti og sló í gegn. Páll Óskar er hetja kvöldsins, fáránalega faglegur. Mercedes Club fín nema eiga bara að taka eina lagið sem fólk þekkir. Dívurnar faglegar. Aðrir stóðu sig með prýði.  Davíð Þór Flísari á að fá óskarsverðlaun fyrir performance.

Veislustjórn: *****
Benedikt Erlingsson fór á kostum. Enda ekki við öðru að búast.

Matur: ****
Sósan kom 10 mín eftir aðalréttinum. Stjarna í mínus þar. En samt á miðað við að þarna voru 2200 manns þá eru 10 mín kannski ekkert til að kvarta yfir. Eftirrétturinn sérstaklega skaplífgandi.

Borðvín: *** 1/2
Rauða var frábært / Hvíta ekki fyrir minn smekk.

Fordrykkur: ****
Ljúfur af massadrykk að vera.

Heildareinkun: *****
Góð í alla staði. Stóð rúmlega undir væntingum. Skemmtilegt þema sem gekk upp.  Fjöldi eins og á útihátíð nema allir í kjóli og hvítu.

Þeir sem sáu um giggið eiga klapp skilið. Erfitt að toppa þetta!

Lokaorð: Alveg basic árshátíð! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo hafa forstjórarnir væntanlega komið í pontu haldið frómar pepp ræður um hve bankinn væri vel stæður og væri ekki að fara á hausinn og allir klappað ógurlega, og hrifningargæsahúð hríslast um fólkið.

Þetta minnir mig á góðan vin minn sem vann hjá virtu fyrirtæki, en þar voru blikur á lofti. Á árshátíð fyrirtækisins kom forstjórinn í pontu og sagði að allt væri í góðum gír. Allt til að stappa stálinu í starfsfólkið. Daginn eftir var fyrirtækið lagt niður og öllum sagt upp.

Erling (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband