9.3.2008 | 22:43
Á von á blog-kæru...
Ég á von á kæru vegna blog-færslu hjá mér. Hún var svona:
"Skyndilausnir til fækkunar kílóafjölda eru bull. Félagi minn tók einhvern svaka kúr um daginn og náði af sér slatta af fitu. Hann gafst svo upp og öll kílóin eru komin aftur."
Málið er að sá sem um ræðir las færsluna og hefur ákveðið að lögsækja mig. Félagi minn segir að þrátt fyrir að vera ekki nafngreindur þá muni allir þekkja hann af þeim lýsingum sem lesa má úr blog-færslunni.
Ég ætla því að biðja vin minn afsökunar og dæmi hér með orð mín dauð og ómerk.
Til að sýna samt fram á hvað ég meinti þá er hér að neðan - fyrir og eftir myndir af félaga mínum.
Athugasemdir
Hilmar minn. Mér finnst það einum of að birta mynd af mér órökuðum.
Erling (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.