Fréttamenn, hví líðið þið þetta?

Ég verð að skamma fréttamannastéttina í heild sinni. Að láta bjóða sér það í Valhöll að láta einhvern farsa stjórna vinnu fréttamanna er til háborinnar skammar. Ekki nenni ég að skamma Sjálfstæðisvélina fyrir vitleysuna, þau vita uppá sig skömmina. En að blaðamenn láti bjóða sér það að bíða í marga tíma og svo mynda einhverja röð eins og í leikskóla er til skammar fyrir stéttina. Þarna áttu allir sem einn að segja hingað og ekki lengra, BLESS!

Fjölmiðlar hafa verið nefndir fjórða valdið en í dag var X-D valdið og blaðamennirnir hlýddu.

Ég var nýverið í Frakklandi þar sem leigubílsstjórar mótmæltu. Þeir lögðu niður störf og sáu til þess að enginn komst til eða frá flugvellinum akandi. Við gætum lært eitt og annað af byltingaþjóðinni Frakklandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband