Launsonur á Indlandi...

Ég á son á Indlandi. Hann er reyndar ekki erfðafræðilegur sonur minn en er ungur drengur sem ég styrki til náms og betra lífs á Indlandi. Hann heitir Chelamalasetty Nancharaish en ég kalla hann bara Setty.

Setty á fjögur systkyni og býr við daprar aðstæður í bæ á Indlandi. Ég borga engin ósköp með honum en með því að leggja til um 2000 á mánuði þá fær hann Setty að borða, sækja skóla og fær föt.

Um jólin gaf ég honum svo skólatösku.

Ég vil benda öllum á að það er mjög auðvelt og þeim sem geta eiginlega skylt að bæta líf annarra. Ég fékk handmálað jólakort frá Setty sem öllum í fjölskyldunni á Ljósvallagötunni þótti vænt um. Við vitum að honum líður vel og við eigum smá þátt í því.

Hérna er mynd af "launsyninum". 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband