8.1.2008 | 00:14
Dagur borgarstjóri byrjar ekki vel...
Ný borgarstjórn féll á sínu fyrsta stóra verkefni. Allt þvaður um bætt kjör og blóm í haga fóru út um veður og vind er stórfelld hækkun á fasteignagjöldum var kynnt. Björn Ingi þvaðrar um að bæta í á einhverjum öðrum sviðum.
Dagur borgarstjóri er líkast til kominn í sömu stöðu og fyrirrennari hans. Hann getur ekki lækkað skatta og haft alla ánægða. En það á ekki að koma með fögur fyrirheit sem ekki er hægt að efna.
Borgarstjórnin átti að bíða með hækkanir. Þau hafa nú komið um 80% Reykvíkinga í vont skap. Hin 20% er efnafólk.
Ég get samt einhverra hluta vegna ekki litið á Dag sem borgarstjóra. Ég myndaði hann sem ungan byltingarsinna í Árbænum með Elliðaárdalinn í baksýn einhvern tíma og ég man ekki betur en hann hefði fengið myndina til brúks. Dagur er í mínum augum ennþá þessi strákur sem var svo stoltur af Elliðaárdalnum. Myndin góða hefur kannski hjálpað Degi að rísa í hæstu hæðir... Þetta er þá líklega allt mér að kenna eftir allt saman. Ansans.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.