En pabbi ég kann ekki að segja eþþþþþþ!

Dóttirin á í vandræðum með að segja "R". Hún er bara tæplega 4 ára en skammast sín aðeins fyrir það. Ég hef sagt henni að það sé ekkert mál. Sjálfur náði ég ekki að bera fram "R" fyrr en seint og um síðir. Það hefur ekki háð mér á lífsleiðinni. En það er svakalega sætt að heyra dótturina segja "Pabbi, ég kann ekki að segja eþþþþþ, ég hljóma baþa eins og býfluga"... Þetta kemur, segi ég hughreystandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yngri ormurinn minn byrjaði ekki að segja esssss fyrr en hann var kominn í 6 ára bekk og fékk tíma hjá tal kennara. Í dag er hann 16 ára og hefur ekki átt við tal vandræði síðan. Dætur ykkar hafa nægan tíma ennþá og ég er sammála Hilla.. þetta er ferlega sætt á þessum aldri ;-)

Sigrún Björk Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband