2.1.2008 | 22:28
Romm er ekki bara Romm
Ég sé mig knúinn til að setja inn færslu um romm. Þar sem ég er mikill áhugamaður um romm þá vil ég leiðrétta misskilning sem er greinilega í gangi. Captain Morgan er ekki alvöru romm, það er massabrugg og á ekkert skilið við alvöru romm.
Ég vil mæla með tveimur tegundum sem fást erlendis þar sem rommið í ÁTVR er allt frekar slappt og ódýrt. Reyndar er Havana Club 7 ára mellufært en ekki meira en það. Captain Morgan er með fleiri tegundir en ég er á því að þær séu allar frekar slakar.
Mount Gay Rum Barbados er mjög ljúft romm sem fæst á Heathrow (11 pund flaskan). Það er milli-dökkt og rennur fáránlega ljúft niður. Ekkert spírabragð eins og af Captain Morgan.
Þá kynnti Hilmar félagi minn Þórlindsson mér fyrir Metusalem-romm sem hann drakk er hann var í atvinnumennsku á Spáni. Metusalem er sælgæti romm-áhugamannsins. Við félagarnir fengum okkur nokkra varíanta á Gaucho Grill í London og allt bragðaðist það eins og biti af himnaríki.
Metusalem kemur frá Kúbu og er eins og staðan er í dag það besta sem ég hef bragðað.
Skotheld uppskrift er Cuba Libre. - Metusalem (helst kælt), Kók úr gleri (ís-kalt), Lime-sneið og fjórir meðalstórir klakar. Drekkist áður en klakarnir fara að bráðna.
Við Hilmar og félagarnir af Sportinu.is erum að fara í ferð til UK bráðum og þá verða kynnin af Metusalem gamla endurnýjuð.
SKÁL!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.