Grillhús dagsins (skamm skamm) - KAFFI PARÍS!

Ég ætla að taka upp nýjan dagskrárlið hérna á blogginu  sem kallast "Grillhús dagsins". Ég þarf aðeins að útskýra grillhúsið en það er ekki um að ræða dóma á matsölustaði sem slíka. Góður vinur minn, ÞÖK ljósmyndari, hefur þann hátt á ef hann er ósáttur við einhvern stað, sjoppur eða annað, að koma þangað aldrei aftur. Þá er sama  hvort staðurinn hefur lofað bót og betrun eða nýir eigendur hafa tekið við honum.

Þetta kallar ÞÖK að grilhúsa staðinn en fyrsta ósættið var einmitt í kringum Grillhúsið í miðbænum. Eftir þann tíma hefur ÞÖK grillhúsað marga staði og mér fannst viðeigandi að kalla kvarthornið "Grillhús dagsins" og vona að ÞÖK sé sama.

Grillhús dagsins:Grillh�s
En "Grillhús dagsins" er verðlagið á Kaffi París. Þetta kaffihús er mjög vinsælt og í skjóli vinsælda hafa verðin hjá þeim hækkað svo um glæp á heiðskýrum degi má kalla. Ein lítil kökusneið (já lítil) kostar 700 krónur og Kaffi Latte er komið í 350 krónur. Semsagt ein lítil kökusneið og Latte með kostar yfir þúsund krónur! Þetta finnst mér fáránlegt í ljósi VSK lækkunar og almennrar umræðu um verðlag.

Það sem gerir þetta verra er að fyrir nokkru síðan þá voru kökusneiðarnar stærri en eigendur staðarins minnkuðu sneiðina til að græða meira.

Grillhúsum Kaffi París!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband