Færsluflokkur: Bloggar
24.2.2008 | 23:17
Þegar ég dey...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 23:16
Sjálfstæðiskrísa...
Og ég sem hélt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi vinna úr vandamálum sínum. Rétt er sem bent er á: "Ekki trufla óvin þinn þegar hann er að gera mistök."
Sýnist X-D fara að þurfa að bjóða fram sem X-D(A) og X-D(B) alla vega. Það eru od margar fylkingar í þessum flokki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 23:18
Borgar-lögmann...
Seinasta færslan um Villa.
Hann virðist ekki vita við hverja hann hefur verið að tala nýlega. Þennan eða hinn eða þennan. Hins vegar er ég búinn að leysa gátuna. Hann var að tala við Borgar Þór Einarsson ung-sjálfstæðismann og fósturson Geirs Hilmars Haarde en Borgar er einmitt lögmaður. Jú, einmitt, hann talaði við:
Borgar lögmann!
Sá þetta enginn nema ég?
Bloggar | Breytt 12.2.2008 kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2008 | 23:16
Ólafur F græðir á Villa...
Ólafur F Magnússon hlýtur að líta á Villa Vill sem engil sinn. Það er skyndilega búið að færa alla athyglina af Ólafi og hans vandamálum yfir á Villa teflon.
Ólafur brosti óvenju mikið í Kastljósinu í kvöld.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 23:14
Lengi getur vont versnað...
Ég, eins og allir aðrir, átti ekki von á öðru en að Vilhjálmur myndi hætta í stjórnmálum í dag. Hann kaus að gera það ekki.
Vinur minn, sjálfstæðismaður, sagði við mig í dag að þetta væri sorgardagur fyrir flokkinn. Hann benti líka réttilega á að þessi atburðarás hefði aldrei náð svona langt hefði Davíð Oddsson verið við völd. Davíð hefði löngu verið búinn að stoppa þessa vitleysu.
Villi sagði að hann ætlaði að tala við borgaranna um sín mál. Hann má hringja í mig. Ég mun segja honum: "Villi minn, hættu bara".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 23:10
Fréttamenn, hví líðið þið þetta?
Ég verð að skamma fréttamannastéttina í heild sinni. Að láta bjóða sér það í Valhöll að láta einhvern farsa stjórna vinnu fréttamanna er til háborinnar skammar. Ekki nenni ég að skamma Sjálfstæðisvélina fyrir vitleysuna, þau vita uppá sig skömmina. En að blaðamenn láti bjóða sér það að bíða í marga tíma og svo mynda einhverja röð eins og í leikskóla er til skammar fyrir stéttina. Þarna áttu allir sem einn að segja hingað og ekki lengra, BLESS!
Fjölmiðlar hafa verið nefndir fjórða valdið en í dag var X-D valdið og blaðamennirnir hlýddu.
Ég var nýverið í Frakklandi þar sem leigubílsstjórar mótmæltu. Þeir lögðu niður störf og sáu til þess að enginn komst til eða frá flugvellinum akandi. Við gætum lært eitt og annað af byltingaþjóðinni Frakklandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2008 | 19:08
Old Trafford og Anfield um helgina...
Jæja, Fór á Liverpool - Havant and Waterlooville á laugaradaginn og svo á Man.Utd - Tottenham í dag.
Fékk 7 mörk á Anfield og 4 mörk á Old Trafford.
Fékk vondan hamborgara á Anfield en góðan á Old Trafford.
Tveir frábærir dagar!
Meira seinna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2008 | 20:48
Nýr borgarstjóri, allir í Playmo!
Ólafur F tekinn við. Þetta er að verða meiri vitleysan. F listinn er minni sem aldrei fyrr í könnunum og Ólafur F er að reyna að bjarga því litla sem eftir er.
Eins og félagi minn sagði: "Þetta fólk heldur að það sé í Playmo..." get ekki verið sammála.
Að neðan má sjá mynd sem náðist af Vilhjálmi og Ólafi á góðri stundu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2008 | 00:36
Árvakur í stað, Morgunblaðsins?
Sem gamall blaðaljósmyndari þá tekur maður eftir ýmsu. Sá í dag að Morgunblaðið er hætt að merkja myndir Mogunblaðinu sem hefð hefur verið fyrir. Nú stendur "Árvakur Kristinn" í stað "Morgunblaðið Kristinn". Ég spyr því hvort það sé búið að einkavæða ljósmyndadeildina.
Það var gert á sínum tíma á DV en gekk ekki til lengdar. Fólk vill treysta því að það sé að tala við Morgunblaðið þegar aðilar frá blaðinu koma að taka viðtal eða mynda. Ekki frá sprotafyrirtæki.
Ég mæli því með að Mogginn taki aftur upp gömlu merkingarnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2008 | 17:40
Jökull 1 árs, byrjaði að labba í dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)