Færsluflokkur: Bloggar

Olíufélögin eiga ekki bensínið...

Vinur minn vinnur hjá olíufélagi og hann tók sér tíma í að útskýra verðmyndum á eldsneyti. Samkvæmt því þá eiga olíufélögin ekki bensínið sem er á landinu. Stóru félögin úti eiga það og verði hækkanir erlendis þá verða þau íslensku að hækka líka. Ástæðan er að það er víst svakalega dýrt að kaupa marga milljón lítra af olíu og því er þetta gert svona.

Morkið en líklega rétt.


Skeljungur svaraði... meðaltalsverð

Jæja, Skeljungur var ekki lengi að svara og hérna má svar þeirra varðandi verðlagningu á bensíni. Þeir mega eiga það að það stóð ekki að svari.

Spurninguna má sjá í næsu færslu á undan þessari.

 Svar Skeljungs:

"Sæll Hilmar

Við hjá Skeljungi kaupum inn eldsneyti á meðaltalsverðum, þar sem meðaltalið er oftast í kringum einn mánuð.  Verðmyndunin getur þannig enn verið í gangi þó svo að farmurinn sé kominn til landsins.  Segjum sem svo að hingað komi skip 15. apríl og getur verðmyndun þess farms verið meðaltal apríl mánaðar.  Þessi tilhögun hefur það í för með sér að við erum bæði að kaupa og selja okkur vörur á heimsmarkaðsverðinu eins og það er á hverjum tíma.

Kveðja ****"
 


Ég skil ekki bensínverð...

Ég skil ekki bensínverð. Um leið og gengi krónunnar breytist þá hækka öll olíufélögin bensínverð samstundis. Ég taldi að menn væru að selja einhverja birgðir sem keyptar voru á einhverju verði. Það er væntanlega búið að greiða fyrir það og því ætti verðið að haldast þangað til nýjar birgðir væru keyptar á hærra verði.

Er ég kannski að misskilja þetta allt eða eru olíufélögin að græða á okkur neytendunum?

Svo skil ég ekki af hverju dísel kostar næstum 10 krónum meira en bensín. Ég keypti dísel til að vera umhverfisvænni en með ofurverði þá hugsar maður sig um.

Ég sendi tölvupóst á olíufélögin og óskaði eftir svari við þessari spurningu (birti svörin hérna þegar og ef þau berast):

"Sæll...,

Ég vil endilega senda eina fyrirspurn á ykkur ágæta fólk hjá **** vegna bensínverðs, eða öllu heldur hækkun á bensínverði.

Ég tek það fram að sem neytandi sem versla oft við **** þá þekki ég ekki til þeirra starfshátta sem ríkja er kemur að verðlagningu og því óska ég eftir svari við þessari spurningu.

Verð á bensíni virðist hækka mjög fljótt eftir að gengi krónunnar breytist og spyr maður sig þá hvort ekki sé keyptar birgðir á ákveðnum kjörum frá seljanda. Segjum að 1000 tonn séu keypt af bensíni eru þessi 1000 tonn ekki seld áður en verð á næstu sendingu er hækkað. Maður gerir ráð fyrir því að eldri birgðir séu seldar áður en hækkun er sett á enda nær verðhækkun á markaði varla nema til þeirra vörubirgða sem ókomnar eru.

Þrátt fyrir að eldri birgðir eru væntanlega ennþá til sölu þá hækkar verð oft á tíðum oft í viku og jafnvel oftar en einu sinni á dag.

Hvernig er þessu háttað. Og endilega hafðu svarið á sem bestu mannamáli þar sem ég er ekki vel að mér í viðskiptafræðunum.

Kær kveðja,

Hilmar Þór"


Árshátíðin - 5 stjörnu-kvöld með öllum stjörnunum

Nokkur stikkorð um árshátíð Landsbankans...

Skipulagning: *****
Allt gekk eins og smurt, eins og í góðri spennumynd. Aldrei dauður tími.

Skemmtiatriði: *****
Landsliðið mætti og sló í gegn. Páll Óskar er hetja kvöldsins, fáránalega faglegur. Mercedes Club fín nema eiga bara að taka eina lagið sem fólk þekkir. Dívurnar faglegar. Aðrir stóðu sig með prýði.  Davíð Þór Flísari á að fá óskarsverðlaun fyrir performance.

Veislustjórn: *****
Benedikt Erlingsson fór á kostum. Enda ekki við öðru að búast.

Matur: ****
Sósan kom 10 mín eftir aðalréttinum. Stjarna í mínus þar. En samt á miðað við að þarna voru 2200 manns þá eru 10 mín kannski ekkert til að kvarta yfir. Eftirrétturinn sérstaklega skaplífgandi.

Borðvín: *** 1/2
Rauða var frábært / Hvíta ekki fyrir minn smekk.

Fordrykkur: ****
Ljúfur af massadrykk að vera.

Heildareinkun: *****
Góð í alla staði. Stóð rúmlega undir væntingum. Skemmtilegt þema sem gekk upp.  Fjöldi eins og á útihátíð nema allir í kjóli og hvítu.

Þeir sem sáu um giggið eiga klapp skilið. Erfitt að toppa þetta!

Lokaorð: Alveg basic árshátíð! 


Á von á blog-kæru...

Ég á von á kæru vegna blog-færslu hjá mér. Hún var svona:

"Skyndilausnir til fækkunar kílóafjölda eru bull. Félagi minn tók einhvern svaka kúr um daginn og náði af sér slatta af fitu. Hann gafst svo upp og öll kílóin eru komin aftur."

Málið er að sá sem um ræðir las færsluna og hefur ákveðið að lögsækja mig. Félagi minn segir að þrátt fyrir að vera ekki nafngreindur þá muni allir þekkja hann af þeim lýsingum sem lesa má úr blog-færslunni.

 Ég ætla því að biðja vin minn afsökunar og dæmi hér með orð mín dauð og ómerk. 

Til að sýna samt fram á hvað ég meinti þá er hér að neðan - fyrir og eftir myndir af félaga mínum.

Fyrir:
photographer
 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir:
fat_guy
 


Súkkulaðirúsínur...

Konan sótti mig í vinnuna í dag og ég ætlaði að skutla frúnni og prinsessunni heim og svo fara sjálfur í útréttingar. Ég átti ekki von á öðru en prinsessan myndi vilja fara heim og leika eða horfa á smá sjónvarp.

En öllum að óvörum vildi hún koma með mér í útréttingar. Ég benti henni á að það yrði ekkert gaman en hún stóð föst á sínu og vildi með.

Gott og vel. Ég skutlaði frúnni heim og lagði af stað. Við vorum ekki fyrr farinn af stað en hún segir "Pabbi, gefðu mér súkkulaðirúsínur sem eru á milli sætanna." Ég mundi ekki eftir neinum slíkum veigum í bílnum. En hún mundi það blessuð. Síðan um daginn er ég setti einhvern afgang í boxið milli sætanna.

Það var sem sagt ekki einungis félagsskapur minn sem sótt var í. Nei, súkkulaðirúsínurnar voru málið. Það fylgir sögunni að ég lét þetta eftir henni enda frábær ferðafélagi.

Hún kann sig hún Auður mín... 


Hvað er í gangi hjá West Ham?

West Ham tapaði örugglega fyrir Liverpool í kvöld 4-0. Þeir töpuðu líka gegn Chelsea 4-0. Þetta er frekar slakt.

Spurning hvort Björgólfur eigi ekki að láta þá lækka launin sín um 50%. Eða fá borgað eftir árangri. Þetta gengur ekki svona! 


Vöðvarnir stækka...

Er í fínu prógrammi hjá Gunna hjá Þjálfun.is. Finn að vöðvarnir eru að stækka enda lætur kappinn mig púla. Líður líka betur. Nokkur kíló líka fokinn.

Skyndilausnir til fækkunar kílóafjölda eru bull. Félagi minn tók einhvern svaka kúr um daginn og náði af sér slatta af fitu. Hann gafst svo upp og öll kílóin eru komin aftur.

Best er að æfa bara reglulega og borða skynsamlega.

Þetta er svo basic! 


2-0 fyrir Arsenal... einmitt!

Góður drengur sagði mér í dag að sitt lið, Arsenal, myndi vinna AC Milan 2-0. Ég sagði "Einmitt".

Til hamingju með þína menn Hjalti, vonandi spáirðu eins um okkar menn (KR) í sumar. 


Dýr er Laugardalsvöllur...

Las að Laugardalsvöllurinn er að fara helv. vel frammúr áætlunum. Er það ekki að verða lenskan í dag. Áætlanir eru bara til að hafa eitthvað á blaði. Svo verður allt miklu dýrara.

Svo bendir hver á hvorn annan og enginn vill ekki bera ábyrgð. Það er líka íslenskt fyrirbæri. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband