Tengdasonurinn varla á jólakortalista tengdamömmu...

Bjarni Ármannsson hefur mætt í Kastljós að skipan tengdamömmu sinnar sem er Guðrún Helgadóttur Alþýðubandalagsforkálfur. Guðrún er varla ánægð með tengdasoninn eftir að hafa flutt um 6 milljarða til Noregs á meðan íslensku þjóðinni blæðir.

Bjarni á að gera það eina réttláta í stöðunni og það er að endurgreiða þjóðinni þessa milljarða. Hann fékk frá Glitni eftir pöntun marga milljarða og fór með þá alla af landi brott. Hann er varla aufúsugestur á heimili tengdamóður sinnar.

Guðrún Helgadóttir vann fyrir fólkið í landinu með Alþýðubandalaginu og þekkir hún vel þær hörmungar sem alþýðan þarf að glíma við. Ég held að innst inni finnist henni án efa óþægilegt að hafa tengdasoninn sitjandi á milljörðum á erlendri grundu. 

Bjarni, ef þú vilt gera rétt, skilaðu þá peningum. Alla vega nokkrum milljörðum. Það myndi bæta hag margra sem eiga um sárt að binda á þessum tímum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband