Starfsmannaviðtal...

Skellti mér á eitt stk starfsmannaviðtal í dag. Gekk að óskum.

Starfsmannaviðtöl eru til að leyfa starfsmanni og yfirmanni að ræða um atriði sem tengjast samskiptum og öðru á vinnustað. Ég tek þessi spjöll vanalega í léttu spjalli við kaffivélina eða ryðst inn á yfirmanninn með látum ef mér er niðri fyrir. Því var spjallið í dag frekar stutt og létt.

Á gamla DV fóru flest starfsmanna- og launaviðtöl fram útá svölum þar sem þáverandi ritstjóri reykti. Ég fékk sjaldan kauphækkanir eða viðtöl þar sem ég reykti ekki.

Nú eru breyttir tímar sem betur fer.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband